Nauðgað af þremur karlmönnum á þjóðhátíð: „Fannst þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira