Trúði ekki á byrjendalæsi og var rekin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Cornelia er atvinnulaus núna en segir það skárra en að vinna í kennsluumhverfi sem hún trúir ekki á. Hún hefur meiri áhyggjur af börnunum sem missa af tækifærinu til að læra að lesa vegna lélegrar aðferðar. mynd/aðalsteinn Cornelia Thorsteinsson vildi ekki kenna yngstu nemendunum að lesa eftir aðferðum byrjendalæsis þegar stefnan var tekin upp í Þingeyjarskóla. Þá var hún tekin úr lestrarkennslu og að lokum sagt upp. Cornelia er atvinnulaus þessa dagana en hún er sérmenntuð í byrjendakennslu frá Þýskalandi og hefur kennt yngstu nemendum Þingeyjarskóla lestur síðustu ár. Þegar Þingeyjarskóli tók upp byrjendalæsi fyrir fimm árum hafði hún efasemdir um aðferðina og þegar hún notaði aðferðina sjálf fannst henni hún henta hennar hópum illa. Hún vildi því fara aðrar leiðir í kennslunni. „Þegar byrjendalæsi var tekið upp í skólanum spurði ég af hverju aðferðin væri ekki kynnt fyrir foreldrum og kennurum. Ég fékk alltaf þau svör að stjórnendur ættu eftir að kynna sér þetta nánar en að þeim litist ágætlega á þetta. Það var bara stokkið um borð í lestina án þess að skoða málið frekar,“ segir Cornelia. Henni var sagt að aðferðin yrði kynnt seinna fyrir foreldrum en sú varð ekki raunin. Aðferðin var ekki rædd frekar eða árangur af henni. Síðan var Corneliu tjáð að ef hún kenndi ekki eftir aðferðinni fengi hún ekki að kenna byrjendum lestur lengur. Þá var hún send á námskeið í byrjendalæsi til Akureyrar. Á námskeiðinu hélt hún áfram að spyrja „óþægilegra“ spurninga en fékk lítið af svörum. „Að mínu mati er byrjendalæsi samansafn ágætra hugmynda sem eru látnar heita eitthvað fallegt en ekki aðferð. Þannig að ég spurði margra spurninga og svörin sem ég fékk var að „það væri ekki búið að pæla í þessu“. Maður selur ekki námskeið án þess að vera búinn að pæla í öllum spurningum. Einnig spurði ég um árangur og mér var sagt að rannsókn væri væntanleg. En ég bíð enn eftir þessari rannsókn, fimm árum síðar.“Með hag barna fyrir brjóstiEftir námskeiðið sá Cornelia að byrjendalæsi myndi henta þriðjungi hóps hennar illa sem henni fannst óásættanlegt. Í framhaldinu stóð hún í stappi við skólastjórnendur því hún vildi sjálf kjósa aðferðina til að kenna börnunum að lesa. Þær aðferðir höfðu reynst henni afar vel í gegnum tíðina. „Það er sagt að byrjendalæsi sé kennt í gegnum leik og starf en mér finnst læsið ganga mikið út á hugmyndafræði fullorðins manns. Þetta er eins og að kenna börnum tónmennt með því að láta þau hlusta á flókna óperu og læra síðan nóturnar seinna. Barnabækur eru lesnar, svo er sagan krufin, búið til orðarugl og orðasúpur. Alltaf sama sagan, dag eftir dag, og börn fá fljótt leiða á þessu. Einnig finnst mér aðferðin henta stelpum betur, sem finnst gaman að föndra og lita. En strákar sem eiga erfitt með að einbeita sér og við erum að leggja áherslu á í lestrarkennslu eiga erfiðara með svoleiðis verkefnavinnu." Cornelia segist kenna með hag barna fyrir brjósti og því hafi hún ekki viljað taka upp aðferðina, enda trúi hún ekki á hana. Að lokum var hún tekin úr kennslu á því sem hún er sérmenntuð í og þegar skipulagsbreytingar voru gerðar á skólanum í vor var gerður starfslokasamningur við Corneliu. „Ástæðan sem mér var gefin er að ég hafi verið minna hæf en aðrir. En einnig að ég væri erfið í samskiptum og samstarfi. Ég andmælti því ekki og sagðist vera að verja hagsmuni barnanna og vildi þess vegna fara aðrar leiðir í lestrarkennslu. Ég hef á mínum kennsluárum aldrei haft barn í bekk sem getur ekki lesið. Öll börn eiga að geta lesið og við eigum ekki að sætta okkur við minna. Þannig að ég er ekki ósátt við að hafa verið látin fara í þessu kennsluumhverfi en börnin borga brúsann. Ég get fundið nýja vinnu en börnin fá þetta eina tækifæri til að læra að lesa.“Kennarar óöryggirCornelia segist hræðast þessa þróun í lestrarkennslu og óttast að ný aðferð muni poppa upp eftir tvö ár sem eigi að laga allt. „Mér finnst mikið óöryggi vera í íslenskum kennurum og þeir halla sér að kennsluaðferð sem þeir vita lítið um í stað þess að treysta á sjálfa sig, háskólanám sitt og innsæi. Stjórnendur treysta greinilega ekki heldur á sérmenntun kennaranna og eins og í mínu tilfelli segja eingöngu eina leið vera í boði. Þess vegna set ég spurningamerki við það þegar skólar auglýsa eftir kennurum til að kenna byrjendum og setja byrjendalæsi sem skilyrði. Mér finnst það ekki í lagi, kennaramenntun ætti undir eðlilegum kringumstæðum að duga.“ Á sömu nótum gagnrýnir Cornelia þjóðarátak menntamálaráðherra í lestri. „Það er ekkert frekar lausn enda bæta regluleg skimunarpróf ekkert. Það vantar heildstætt námsefni í íslensku fyrir yngsta stig grunnskólans. Margir skólar, kennarar og skólastjórar gripu byrjendalæsi fegins hendi því þar var samansafn af verkefnahugmyndum. Fyrir byrjendalæsið höfðu kennarar sorglega margir of lítið efni í höndunum og virtust ekkert vita hvað þeir ættu við tíma sinn og barnanna að gera,“ segir Cornelia að lokum.Skólastjórar vilja ekki tjá sig Eitt af fyrstu verkum skólastjóra Þingeyjarskóla, Jóhanns Rúnars Pálssonar, var að gera starfslokasamning við Corneliu í vor en hann vill lítið tjá sig um málið. „Ég ætla ekki að svara hvort starfslokin tengist beint byrjendalæsi,“ segir hann.En er bannað að kenna lestur með öðrum aðferðum en byrjendalæsi í Þingeyjarskóla?„Það er stefna skólans að vera í byrjendalæsi og við erum með mjög færa manneskju í því. Við reynum að finna þá leið sem þykir best,“ svarar hann en beinir svo spurningum blaðamanns til fráfarandi skólastjóra, Hörpu Hólmgrímsdóttur, sem frábað sér viðtal vegna anna. Tengdar fréttir Fyrri greining sýndi líka lakari árangur Það voru aðstandendur byrjendalæsis sem óskuðu eftir greiningu Menntamálastofnunar á árangri kennsluaðferðarinnar. 25. ágúst 2015 07:00 Nemendur í Salaskóla ná árangri með Byrjendalæsi Árangur nemenda í Salaskóla á samræmdum prófum hefur batnað eftir að skólinn tók upp notkun á Byrjendalæsi. 25. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Cornelia Thorsteinsson vildi ekki kenna yngstu nemendunum að lesa eftir aðferðum byrjendalæsis þegar stefnan var tekin upp í Þingeyjarskóla. Þá var hún tekin úr lestrarkennslu og að lokum sagt upp. Cornelia er atvinnulaus þessa dagana en hún er sérmenntuð í byrjendakennslu frá Þýskalandi og hefur kennt yngstu nemendum Þingeyjarskóla lestur síðustu ár. Þegar Þingeyjarskóli tók upp byrjendalæsi fyrir fimm árum hafði hún efasemdir um aðferðina og þegar hún notaði aðferðina sjálf fannst henni hún henta hennar hópum illa. Hún vildi því fara aðrar leiðir í kennslunni. „Þegar byrjendalæsi var tekið upp í skólanum spurði ég af hverju aðferðin væri ekki kynnt fyrir foreldrum og kennurum. Ég fékk alltaf þau svör að stjórnendur ættu eftir að kynna sér þetta nánar en að þeim litist ágætlega á þetta. Það var bara stokkið um borð í lestina án þess að skoða málið frekar,“ segir Cornelia. Henni var sagt að aðferðin yrði kynnt seinna fyrir foreldrum en sú varð ekki raunin. Aðferðin var ekki rædd frekar eða árangur af henni. Síðan var Corneliu tjáð að ef hún kenndi ekki eftir aðferðinni fengi hún ekki að kenna byrjendum lestur lengur. Þá var hún send á námskeið í byrjendalæsi til Akureyrar. Á námskeiðinu hélt hún áfram að spyrja „óþægilegra“ spurninga en fékk lítið af svörum. „Að mínu mati er byrjendalæsi samansafn ágætra hugmynda sem eru látnar heita eitthvað fallegt en ekki aðferð. Þannig að ég spurði margra spurninga og svörin sem ég fékk var að „það væri ekki búið að pæla í þessu“. Maður selur ekki námskeið án þess að vera búinn að pæla í öllum spurningum. Einnig spurði ég um árangur og mér var sagt að rannsókn væri væntanleg. En ég bíð enn eftir þessari rannsókn, fimm árum síðar.“Með hag barna fyrir brjóstiEftir námskeiðið sá Cornelia að byrjendalæsi myndi henta þriðjungi hóps hennar illa sem henni fannst óásættanlegt. Í framhaldinu stóð hún í stappi við skólastjórnendur því hún vildi sjálf kjósa aðferðina til að kenna börnunum að lesa. Þær aðferðir höfðu reynst henni afar vel í gegnum tíðina. „Það er sagt að byrjendalæsi sé kennt í gegnum leik og starf en mér finnst læsið ganga mikið út á hugmyndafræði fullorðins manns. Þetta er eins og að kenna börnum tónmennt með því að láta þau hlusta á flókna óperu og læra síðan nóturnar seinna. Barnabækur eru lesnar, svo er sagan krufin, búið til orðarugl og orðasúpur. Alltaf sama sagan, dag eftir dag, og börn fá fljótt leiða á þessu. Einnig finnst mér aðferðin henta stelpum betur, sem finnst gaman að föndra og lita. En strákar sem eiga erfitt með að einbeita sér og við erum að leggja áherslu á í lestrarkennslu eiga erfiðara með svoleiðis verkefnavinnu." Cornelia segist kenna með hag barna fyrir brjósti og því hafi hún ekki viljað taka upp aðferðina, enda trúi hún ekki á hana. Að lokum var hún tekin úr kennslu á því sem hún er sérmenntuð í og þegar skipulagsbreytingar voru gerðar á skólanum í vor var gerður starfslokasamningur við Corneliu. „Ástæðan sem mér var gefin er að ég hafi verið minna hæf en aðrir. En einnig að ég væri erfið í samskiptum og samstarfi. Ég andmælti því ekki og sagðist vera að verja hagsmuni barnanna og vildi þess vegna fara aðrar leiðir í lestrarkennslu. Ég hef á mínum kennsluárum aldrei haft barn í bekk sem getur ekki lesið. Öll börn eiga að geta lesið og við eigum ekki að sætta okkur við minna. Þannig að ég er ekki ósátt við að hafa verið látin fara í þessu kennsluumhverfi en börnin borga brúsann. Ég get fundið nýja vinnu en börnin fá þetta eina tækifæri til að læra að lesa.“Kennarar óöryggirCornelia segist hræðast þessa þróun í lestrarkennslu og óttast að ný aðferð muni poppa upp eftir tvö ár sem eigi að laga allt. „Mér finnst mikið óöryggi vera í íslenskum kennurum og þeir halla sér að kennsluaðferð sem þeir vita lítið um í stað þess að treysta á sjálfa sig, háskólanám sitt og innsæi. Stjórnendur treysta greinilega ekki heldur á sérmenntun kennaranna og eins og í mínu tilfelli segja eingöngu eina leið vera í boði. Þess vegna set ég spurningamerki við það þegar skólar auglýsa eftir kennurum til að kenna byrjendum og setja byrjendalæsi sem skilyrði. Mér finnst það ekki í lagi, kennaramenntun ætti undir eðlilegum kringumstæðum að duga.“ Á sömu nótum gagnrýnir Cornelia þjóðarátak menntamálaráðherra í lestri. „Það er ekkert frekar lausn enda bæta regluleg skimunarpróf ekkert. Það vantar heildstætt námsefni í íslensku fyrir yngsta stig grunnskólans. Margir skólar, kennarar og skólastjórar gripu byrjendalæsi fegins hendi því þar var samansafn af verkefnahugmyndum. Fyrir byrjendalæsið höfðu kennarar sorglega margir of lítið efni í höndunum og virtust ekkert vita hvað þeir ættu við tíma sinn og barnanna að gera,“ segir Cornelia að lokum.Skólastjórar vilja ekki tjá sig Eitt af fyrstu verkum skólastjóra Þingeyjarskóla, Jóhanns Rúnars Pálssonar, var að gera starfslokasamning við Corneliu í vor en hann vill lítið tjá sig um málið. „Ég ætla ekki að svara hvort starfslokin tengist beint byrjendalæsi,“ segir hann.En er bannað að kenna lestur með öðrum aðferðum en byrjendalæsi í Þingeyjarskóla?„Það er stefna skólans að vera í byrjendalæsi og við erum með mjög færa manneskju í því. Við reynum að finna þá leið sem þykir best,“ svarar hann en beinir svo spurningum blaðamanns til fráfarandi skólastjóra, Hörpu Hólmgrímsdóttur, sem frábað sér viðtal vegna anna.
Tengdar fréttir Fyrri greining sýndi líka lakari árangur Það voru aðstandendur byrjendalæsis sem óskuðu eftir greiningu Menntamálastofnunar á árangri kennsluaðferðarinnar. 25. ágúst 2015 07:00 Nemendur í Salaskóla ná árangri með Byrjendalæsi Árangur nemenda í Salaskóla á samræmdum prófum hefur batnað eftir að skólinn tók upp notkun á Byrjendalæsi. 25. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fyrri greining sýndi líka lakari árangur Það voru aðstandendur byrjendalæsis sem óskuðu eftir greiningu Menntamálastofnunar á árangri kennsluaðferðarinnar. 25. ágúst 2015 07:00
Nemendur í Salaskóla ná árangri með Byrjendalæsi Árangur nemenda í Salaskóla á samræmdum prófum hefur batnað eftir að skólinn tók upp notkun á Byrjendalæsi. 25. ágúst 2015 19:45