Enski boltinn

Schweinsteiger: Fæ vonandi að bjóða liðsfélögunum á Októberfest

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Schweinsteiger vonast til að geta kennt liðsfélögum sínum Ein prosit lagið.
Schweinsteiger vonast til að geta kennt liðsfélögum sínum Ein prosit lagið. Vísir/Getty
Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger segist vonast til þess að hann fái tækifæri til þess að bjóða leikmönnum Manchester United á bjórhátíðina Októberfest einn daginn.

Schweinsteiger sem lék með Bayern Munchen í sautján ár er vanur því að leikmenn fái eina helgi á Októberfest en vani er að leikmenn Bayern fjölmenni á þessa stærstu bjórhátíð í heimi.

„Ég var að tala við Wayne Rooney um möguleikann á því að ég myndi bjóða liðinu á Októberfest en ég veit ekki hversu mikinn tíma við höfum.“

Heldur ólíklegt þykir að Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, samþykki hugmynd Schweinsteiger en á þessu þriggja vikna tímabili á Manchester United þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×