Vill að Gunnar Bragi sanni fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ímynd þjóðarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar. Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar.
Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46