Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 09:30 Tolli Morthens leggur orð í belg þegar kemur að umræðu um nauðganir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/ Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“ Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira