Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 14:00 Sveinn Rúnar er ekkert að skafa af því. vísir „Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“ Hinsegin Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira
„Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“
Hinsegin Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira