Enski boltinn

Sjáðu öll mörk dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tuttugu mörk litu dagsins ljós á fyrsta degi ensku úrvalsdeildarinnar þetta leiktímabilið, en flest skoruðu Leicester eða fjögur talsins.

Dagurinn byrjaði ekki fjörlega, en í opnunarleiknum milli Manchester United og Tottenham leit einungis eitt mark dagsins ljós og það var sjálfsmark.

Mörkunum fjölgaði með deginum og sextán af tuttugu mörkum dagsins má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan undir stjórn Rikka G. Mörkin úr leik Chelsea og Swansea má sjá hér.

Úrslit og markaskorarar dagsins:

Manchester United - Tottenham 1-0

1-0 Kyle walker - sjálfsmark (22.).

Bournemouth - Aston Villa 0-1

0-1 Rudy Gestede (72.).

Everton - Watford 2-2

0-1 Miguel Layun (14.), 1-1 Ross Barkley (76.), 1-2 Odion Ighalo (83.), 2-2 Arouna Kone (86.).

Leicester - Sunderland 4-2

1-0 Jamie Vardy (11.), 2-0 Riyad Mahrez (18.), 3-0 Riyad Mahrez - víti (25.), 3-1 Jermain Defoe (60.), 4-1 Marc Albrighton (66.), 4-2 Steven Fletcher (71.).

Norwich - Crystal Palace 1-3

0-1 Wilfried Zaha (39.), 0-2 Damien Delaney (50.), 1-2 Nathan Redmond (69.), 1-3 Yohan Cabaye (90.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×