Dunkin' Donuts opnar á miðvikudag Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. júlí 2015 19:22 Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að bandaríski kleinuhringjarisinn Dunkin' Donuts er að opna hér á landi. Viðtökurnar hafa að vissu leyti verið blendnar, en fyrir þá allra spenntustu er biðin á enda því staðurinn opnar fljótlega eftir helgi. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Þetta er búið að taka langan tíma. Það eru 18 mánuðir síðan að við hófum þetta ferli með Dunkin, en síðustu vikur hafa verið virkilega spennandi. Við erum búin að vera með fólk í þjálfun erlendis og síðan að þjálfa starfsmenn hér heima og nú er þetta allt að fara að bresta á,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin' Donuts á Íslandi. Staðurinn við Laugaveg opnar formlega á miðvikudaginn en alls er fyrirhugað að opna 16 staði hér á landi. Árni segir Dunkin Donuts kominn til að vera og á von að Íslendingar taki staðnum vel. „Já ég á von á því. Við höfum allavega fengið rosalega góðar viðtökur. Það er fjöldinn allur sem er að fylgjast með okkur á Facebook og mikill spenningur fyrir því að koma og prófa. Við höfum verið hér síðustu daga að stilla staðinn af og klára þjálfun á starfsfólki og það er endalaus straumur af fólki sem vill koma og prófa,“ segir Árni. Ljóst er að það verða ekki bara Íslendingar sem munu sækja staðina 16, enda komu hingað til lands í fyrra rúmlega 150 þúsund bandarískir ferðamenn sem munu áreiðanlega fá sér nokkra svona. „Já þetta verður svona samblanda af Íslendingum og ferðamönnum. Ferðamenn hafa verið mjög áhugasamir um hvenær við opnum,“ segir Árni.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira