Langar þig að verða forseti? Þetta þarftu þá að hafa í huga Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2015 12:15 Það þarf ýmislegt að ganga upp vilji fólk bæta lyklunum að Bessastöðum á lyklakippuna sína. Vísir/GVA Forsetakosningar eru fyrirhugaðar á næsta ári en þrátt fyrir það eru fáir farnir að setja sig í stellingar fyrir væntanleg framboð til embættisins. Sú er að minnsta kosti upplifun Andrésar Jónssonar almannatenglis sem var gestur Bítisins í morgun. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um þá hluti sem frambjóðendur þyrftu að hafa í huga hygðust þær ætla að gefa kost á sér og eiga raunhæfa möguleika á sigri.Byrjaðu snemma að gera forsetalega hluti Besti undirbúningurinn er að vita af framboðinu áður en aðrir fara að geta sér til um það og þá sérstaklega áður en þú tilkynnir fjölmiðlum um framboðið. Það er til þess að þú getir snemma farið að gera „forsetalega hluti“ og sjást í því hlutverki að mati Andrésar. „Fyrir forsetakosningarnar 1996 þegar Ólafur Ragnar er fyrst kjörinn þóttust menn taka eftir því og voru svona að skjóta á hann að hann hlyti að vera að fara í eitthvað framboð því að hann hætti allt í einu að fara upp í ræðustól og skamma ríkisstjórna,“ segir Andrés.Búðu þig undir umtalið Í aðdraganda kosninganna verður allt grafið upp um fortíð þína – og að öllum líkindum maka þíns líka. Því fengu frambjóðendur í síðustu forsetakosningum að kynnast, ekki síst Þóra Arnórsdóttir sem lengi vel var talin sú eina sem gat skákað sitjandi forseta. Hjónaband hennar var töluvert í sviðsljósinu og þá sérstaklega einkalíf manns hennar. „Fyrrverandi maki hans og barnsmóðir gekk ef ég man rétt á milli fjölmiðla og bauð sögu sína,“ segir Andrés og bætir við að fólk sé að fara út á völlinn og gamlir fjendur kunna að vilja nýta sér tækfærið og gera upp gamlar sakir. Þessu fékk Ólafur líka að finna fyrir í aðdraganda kosninganna 1996 þegar einstaklingar úr viðskiptalífinu keyptu heilsíðuauglýsingu til höfuðs honum.Þetta mun kosta þig skilding Þó svo að fólk vilji helst ekki hugsa til þess að tengsl séu á milli fjármála og forsetaframboðs er leiðin á Bessastaði óneitanlega kostnaðarsöm. Kosningabaráttur eru dýrar, það kostar töluvert að kaupa auglýsingar og þá mega frambjóðendur búast við því að þurfa að ferðast mikið innanlands til að ná til væntanlegra kjósenda. Vigdís Finnbogadóttir flaug til að mynda um allt land á litlum rellum þegar hún var í framboði 1980 og allt kostar þettar skilding. Andrés áætlar að „alvöru frambjóðandi“ mun þurfi að safna sér um 15 milljónum króna vilji hann eiga raunhæfa möguleika. Það sé jafnvel varlega áætlað í ljósi þess að frambjóðendur til rektors Háskóla Íslands, þó sú kosning sé margfalt minni í sniðum og baráttan mun meðfærilegri, þurftu líklega að reiða um 5 milljónir af hendi. Vertu andstæðingur Það virðist nánast vera lögmál að sá sem sigrar forsetakosningar er, með einum eða öðrum hætti, sem fjærst þykir standa valdhöfunum á hverjum tíma. Ásgeir Ásgeirsson sigraði séra Bjarna Jónsson vígslubiskup sem, þó óformlega, var frambjóðandi stjórnarflokkana, Kristján Eldjárn bar sigurorð af Sjálfstæðismanninum Gunnari Thoroddsen sem síðar varð forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir var máluð upp sem hernaðarandstæðingur og flaut á kvennabaráttubylgjunni sem barðist gegn fjötrum hins ríkjandi feðraveldis og Ólafur Ragnar Grímsson hafði lengi eldað grátt silfur við stjórnarflokkana sem alþingismaður og ráðherra þegar hann sigraði árið 1996. Ólafur Ragnar bætti um betur þegar hann sigraði árið 2004 og aftur 2012 en þá hafði hann skömmu áður, án fordæma í sögu forsetaembættisins, vísað tveimur lagafrumvörpum sitjandi stjórnarflokka til þjóðarinnar. Kjósendur virðast vilja forseta sem myndar mótvægi við valdhafana og því ættu áhugasamir um embættið að taka til sín í þjóðmálaumræðunni – eða bara ekki vera fulltrúi stjórnvalda í forsetakosningunum sem fram fara næsta sumar. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga við Andrés Jónsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Forsetakosningar eru fyrirhugaðar á næsta ári en þrátt fyrir það eru fáir farnir að setja sig í stellingar fyrir væntanleg framboð til embættisins. Sú er að minnsta kosti upplifun Andrésar Jónssonar almannatenglis sem var gestur Bítisins í morgun. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um þá hluti sem frambjóðendur þyrftu að hafa í huga hygðust þær ætla að gefa kost á sér og eiga raunhæfa möguleika á sigri.Byrjaðu snemma að gera forsetalega hluti Besti undirbúningurinn er að vita af framboðinu áður en aðrir fara að geta sér til um það og þá sérstaklega áður en þú tilkynnir fjölmiðlum um framboðið. Það er til þess að þú getir snemma farið að gera „forsetalega hluti“ og sjást í því hlutverki að mati Andrésar. „Fyrir forsetakosningarnar 1996 þegar Ólafur Ragnar er fyrst kjörinn þóttust menn taka eftir því og voru svona að skjóta á hann að hann hlyti að vera að fara í eitthvað framboð því að hann hætti allt í einu að fara upp í ræðustól og skamma ríkisstjórna,“ segir Andrés.Búðu þig undir umtalið Í aðdraganda kosninganna verður allt grafið upp um fortíð þína – og að öllum líkindum maka þíns líka. Því fengu frambjóðendur í síðustu forsetakosningum að kynnast, ekki síst Þóra Arnórsdóttir sem lengi vel var talin sú eina sem gat skákað sitjandi forseta. Hjónaband hennar var töluvert í sviðsljósinu og þá sérstaklega einkalíf manns hennar. „Fyrrverandi maki hans og barnsmóðir gekk ef ég man rétt á milli fjölmiðla og bauð sögu sína,“ segir Andrés og bætir við að fólk sé að fara út á völlinn og gamlir fjendur kunna að vilja nýta sér tækfærið og gera upp gamlar sakir. Þessu fékk Ólafur líka að finna fyrir í aðdraganda kosninganna 1996 þegar einstaklingar úr viðskiptalífinu keyptu heilsíðuauglýsingu til höfuðs honum.Þetta mun kosta þig skilding Þó svo að fólk vilji helst ekki hugsa til þess að tengsl séu á milli fjármála og forsetaframboðs er leiðin á Bessastaði óneitanlega kostnaðarsöm. Kosningabaráttur eru dýrar, það kostar töluvert að kaupa auglýsingar og þá mega frambjóðendur búast við því að þurfa að ferðast mikið innanlands til að ná til væntanlegra kjósenda. Vigdís Finnbogadóttir flaug til að mynda um allt land á litlum rellum þegar hún var í framboði 1980 og allt kostar þettar skilding. Andrés áætlar að „alvöru frambjóðandi“ mun þurfi að safna sér um 15 milljónum króna vilji hann eiga raunhæfa möguleika. Það sé jafnvel varlega áætlað í ljósi þess að frambjóðendur til rektors Háskóla Íslands, þó sú kosning sé margfalt minni í sniðum og baráttan mun meðfærilegri, þurftu líklega að reiða um 5 milljónir af hendi. Vertu andstæðingur Það virðist nánast vera lögmál að sá sem sigrar forsetakosningar er, með einum eða öðrum hætti, sem fjærst þykir standa valdhöfunum á hverjum tíma. Ásgeir Ásgeirsson sigraði séra Bjarna Jónsson vígslubiskup sem, þó óformlega, var frambjóðandi stjórnarflokkana, Kristján Eldjárn bar sigurorð af Sjálfstæðismanninum Gunnari Thoroddsen sem síðar varð forsætisráðherra, Vigdís Finnbogadóttir var máluð upp sem hernaðarandstæðingur og flaut á kvennabaráttubylgjunni sem barðist gegn fjötrum hins ríkjandi feðraveldis og Ólafur Ragnar Grímsson hafði lengi eldað grátt silfur við stjórnarflokkana sem alþingismaður og ráðherra þegar hann sigraði árið 1996. Ólafur Ragnar bætti um betur þegar hann sigraði árið 2004 og aftur 2012 en þá hafði hann skömmu áður, án fordæma í sögu forsetaembættisins, vísað tveimur lagafrumvörpum sitjandi stjórnarflokka til þjóðarinnar. Kjósendur virðast vilja forseta sem myndar mótvægi við valdhafana og því ættu áhugasamir um embættið að taka til sín í þjóðmálaumræðunni – eða bara ekki vera fulltrúi stjórnvalda í forsetakosningunum sem fram fara næsta sumar. Spjall þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga við Andrés Jónsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira