„Í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2015 17:57 Jóhannes Kr. Kristjánsson Vísir/AntonBrink „Þessar sögur hvíla þungt á mér því í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar sem dúkka upp í fjölmiðlum reglulega - og ég veit hvað þessir einstaklingar hafa gert og eru kannski enn að gera - nauðga,“ sagði blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson á Austurvelli í dag þar sem hann hélt ræðu í tilefni af Druslugöngunni. Jóhannes hefur unnið sem blaðamaður í nærri því einn og hálfan áratug og hefur á þeim tíma unnið fjölmargar fréttaskýringar um kynferðisbrot. Í ræðunni sagði hann þetta vera erfið mál að kafa ofan í og fjalla um. Ógeðið sé allt um lykjandi og alltaf skín í gegn viðurstyggð gerandans. „Sem tældi, svæfði eða yfirbugaði manneskjuna sem hann svo braut á.“Þolendur sitja eftir í sárum Hann sagði manneskju sem verður fyrir slíkri árás sitja eftir í sárum, bæði andlega og líkamlega, og þurfi að gera upp við sig hvort hún leggi í að opinbera sig fyrir fjölskyldunni og svo yfirvöldum sem Jóhannes segir hafa reynst þolendum kynferðisofbeldis oft á tíðum fölsk vörn og fölsk von. Hann sagði þolendur sitja eftir með sjálfsásakanir, kvíða og þunglyndi þegar kerfið bregst þeim. Líf þeirra hrunið til grunna og allt sem kallast traust og öryggi horfið. Sumir leita sér aðstoðar og ná aftur fyrri styrk en aðrir velji þá leið að deyfa sig með fíkniefnum sem getur leiðst út í stjórnlausa neyslu sem endar oft með geðveiki eða dauða. „Og á meðan er gerandinn - sá sem nauðgaði eða beitti ofbeldinu - í vinnu, kannski með fjölskyldu, borðar kvöldmat með maka sínum, börnum og jafnvel barnabörnum - horfir á sjónvarpsfréttirnar á hverju kvöldi - og kyssir börnin sín og maka góða nótt áður en hann hverfur inn draumaheim sem er sótsvartur og fullur af viðbjóði.“Mörg málanna rata ekki í fjölmiðla Hann sagði fjölda fólks hafa leitað til sín í gegnum árin og sagt honum frá kynferðisofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hann sagði mörg þessara mála ekki hafa ratað í fjölmiðla en engu að síður hefur það hjálpað mörgum að deila sögu sinni. Hann lagði áherslu á fólki sem sagði honum frá brotum sem aldrei fóru í gegnum réttarvörslukerfið eða rötuðu í fjölmiðla. „Þessar sögur hvíla þungt á mér því í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar sem dúkka upp í fjölmiðlum reglulega - og ég veit hvað þessir einstaklingar hafa gert og eru kannski enn að gera - nauðga.“„Það átti að verja stúlkuna, ekki níðinginn“ Hann sagði frá konu sem sendi honum bréf fyrir fjórum árum þar sem hún þakkaði honum fyrir að hjálpa sér. Hún hafði horft á umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompáss um barnaníðinga og sendi Jóhannesi tölvupóst í kjölfarið þar sem hún sagði frá misnotkun sem hún varð fyrir sem barn. Hún sagði níðinginn tengjast henni fjölskylduböndum og að móðir hennar hefði kæft málið niður og bannað stúlkunni að segja frá eða leita til lögreglu. Jóhannes benti henni á að leita til Stígamóta sem hún gerði og fékk hún þar aðstoð sem gjörbreytti lífi hennar. Jóhannes las því næst beint upp úr bréfinu sem konan sendi honum þar sem hún þakkar honum fyrir hjálpina og segist hafa breyst úr lítilli vannærðri telpu í unga konu sem elskar lífið. Hann sagði þessa sögu hafa hvatt sig áfram í að fjalla um kynferðisbrot, galla í kerfinu og brengluð viðhorf í samfélaginu. „Af hverju í ósköpunum tók móðir stúlkunnar ekki utan um hana, verndaði hana og leitaði til lögreglunnar? Kerfið og samfélagið allt brást henni. Móðir hennar hefði átt að taka utan um hana, verja hana með öllum tiltækum ráðum og kæra málið til lögreglunnar. Það átti að verja stúlkuna en ekki níðinginn.“Samfélagið krefjist rannsóknar á „Kampavínsklúbbum“ Hann sagði samfélagið eiga að krefjast þess að kerfið leggi enn meira á sig í rannsókn kynferðisbrota. Hann sagði kerfið hafa batnað en tölfræðin sýni að það sé hægt að gera betur. Jóhannes sagði samfélagið eiga að krefjast þess að svokallaðir „Kampavínsklúbbar“ verði rannsakaðir. „Við viljum vita hvort konur séu neyddar til að dansa naktar fyrir dauðadrukkna karlmenn sem kaupa fokdýrar kampavínsflöskur - og peningarnir renna beint til eigenda staðarins sem flytja stúlkurnar til landsins. Við viljum vita hvort þessar stúlkur séu fórnarlömb mansals. Við eigum að gera þá kröfu sem samfélag að þessir staðir séu stöðugt í rannsókn. Við eigum ekki að láta tækifærislögmenn sem verja eigendur staðanna með lagatæknilegum þvættingi komast upp með að stöðva rannsóknir eða afhjúpanir á þessum stöðum.“ Hann beindi því næst orðum sínum til þeirra karlmanna sem ætla sér að fara á „Kampavínsklúbb“ í kvöld til að skemmta sér. „Konan sem þú vilt að dansi fyrir þig er sjálf dóttir einhvers og kannski mamma lítils barns. Horfðu í augun á konunni sem kannski er neydd til að dansa fyrir þig og sjáðu óttann í augum hennar. Sjáðu hræðsluna. Og horfðu svo á spegilmynd þína - í augum stúlkunnar.“Þeir sem vilja segja frá geri það Hann hvatti þá sem vilja segja frá að gera það með því að leita til einhvers sem þeir treysta. „Farið til fagaðila eða lögreglu. Aldrei hlusta á neinn sem segir ykkur að þegja. Það má ekki gerast. Við gerum þá kröfu sem samfélag að ykkur sé hjálpað alla leið í gegnum kerfið og að kerfið taki utan um ykkur. Takk - þið hugrökku hetjur sem hafið stigið fram og sagt frá. Það er ykkur að þakka að við stöndum hérna öll í dag - sameinuð og ákveðin í að berjast gegn kynferðisofbeldi.“Ég var beðinn um að pósta ræðunni sem ég hélt í (Druslugöngunni) Drusluganga á Austurvelli í dag. Geri það hér með...Posted by Johannes Kr Kristjansson on Saturday, July 25, 2015 Tengdar fréttir Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Þessar sögur hvíla þungt á mér því í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar sem dúkka upp í fjölmiðlum reglulega - og ég veit hvað þessir einstaklingar hafa gert og eru kannski enn að gera - nauðga,“ sagði blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson á Austurvelli í dag þar sem hann hélt ræðu í tilefni af Druslugöngunni. Jóhannes hefur unnið sem blaðamaður í nærri því einn og hálfan áratug og hefur á þeim tíma unnið fjölmargar fréttaskýringar um kynferðisbrot. Í ræðunni sagði hann þetta vera erfið mál að kafa ofan í og fjalla um. Ógeðið sé allt um lykjandi og alltaf skín í gegn viðurstyggð gerandans. „Sem tældi, svæfði eða yfirbugaði manneskjuna sem hann svo braut á.“Þolendur sitja eftir í sárum Hann sagði manneskju sem verður fyrir slíkri árás sitja eftir í sárum, bæði andlega og líkamlega, og þurfi að gera upp við sig hvort hún leggi í að opinbera sig fyrir fjölskyldunni og svo yfirvöldum sem Jóhannes segir hafa reynst þolendum kynferðisofbeldis oft á tíðum fölsk vörn og fölsk von. Hann sagði þolendur sitja eftir með sjálfsásakanir, kvíða og þunglyndi þegar kerfið bregst þeim. Líf þeirra hrunið til grunna og allt sem kallast traust og öryggi horfið. Sumir leita sér aðstoðar og ná aftur fyrri styrk en aðrir velji þá leið að deyfa sig með fíkniefnum sem getur leiðst út í stjórnlausa neyslu sem endar oft með geðveiki eða dauða. „Og á meðan er gerandinn - sá sem nauðgaði eða beitti ofbeldinu - í vinnu, kannski með fjölskyldu, borðar kvöldmat með maka sínum, börnum og jafnvel barnabörnum - horfir á sjónvarpsfréttirnar á hverju kvöldi - og kyssir börnin sín og maka góða nótt áður en hann hverfur inn draumaheim sem er sótsvartur og fullur af viðbjóði.“Mörg málanna rata ekki í fjölmiðla Hann sagði fjölda fólks hafa leitað til sín í gegnum árin og sagt honum frá kynferðisofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Hann sagði mörg þessara mála ekki hafa ratað í fjölmiðla en engu að síður hefur það hjálpað mörgum að deila sögu sinni. Hann lagði áherslu á fólki sem sagði honum frá brotum sem aldrei fóru í gegnum réttarvörslukerfið eða rötuðu í fjölmiðla. „Þessar sögur hvíla þungt á mér því í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar sem dúkka upp í fjölmiðlum reglulega - og ég veit hvað þessir einstaklingar hafa gert og eru kannski enn að gera - nauðga.“„Það átti að verja stúlkuna, ekki níðinginn“ Hann sagði frá konu sem sendi honum bréf fyrir fjórum árum þar sem hún þakkaði honum fyrir að hjálpa sér. Hún hafði horft á umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompáss um barnaníðinga og sendi Jóhannesi tölvupóst í kjölfarið þar sem hún sagði frá misnotkun sem hún varð fyrir sem barn. Hún sagði níðinginn tengjast henni fjölskylduböndum og að móðir hennar hefði kæft málið niður og bannað stúlkunni að segja frá eða leita til lögreglu. Jóhannes benti henni á að leita til Stígamóta sem hún gerði og fékk hún þar aðstoð sem gjörbreytti lífi hennar. Jóhannes las því næst beint upp úr bréfinu sem konan sendi honum þar sem hún þakkar honum fyrir hjálpina og segist hafa breyst úr lítilli vannærðri telpu í unga konu sem elskar lífið. Hann sagði þessa sögu hafa hvatt sig áfram í að fjalla um kynferðisbrot, galla í kerfinu og brengluð viðhorf í samfélaginu. „Af hverju í ósköpunum tók móðir stúlkunnar ekki utan um hana, verndaði hana og leitaði til lögreglunnar? Kerfið og samfélagið allt brást henni. Móðir hennar hefði átt að taka utan um hana, verja hana með öllum tiltækum ráðum og kæra málið til lögreglunnar. Það átti að verja stúlkuna en ekki níðinginn.“Samfélagið krefjist rannsóknar á „Kampavínsklúbbum“ Hann sagði samfélagið eiga að krefjast þess að kerfið leggi enn meira á sig í rannsókn kynferðisbrota. Hann sagði kerfið hafa batnað en tölfræðin sýni að það sé hægt að gera betur. Jóhannes sagði samfélagið eiga að krefjast þess að svokallaðir „Kampavínsklúbbar“ verði rannsakaðir. „Við viljum vita hvort konur séu neyddar til að dansa naktar fyrir dauðadrukkna karlmenn sem kaupa fokdýrar kampavínsflöskur - og peningarnir renna beint til eigenda staðarins sem flytja stúlkurnar til landsins. Við viljum vita hvort þessar stúlkur séu fórnarlömb mansals. Við eigum að gera þá kröfu sem samfélag að þessir staðir séu stöðugt í rannsókn. Við eigum ekki að láta tækifærislögmenn sem verja eigendur staðanna með lagatæknilegum þvættingi komast upp með að stöðva rannsóknir eða afhjúpanir á þessum stöðum.“ Hann beindi því næst orðum sínum til þeirra karlmanna sem ætla sér að fara á „Kampavínsklúbb“ í kvöld til að skemmta sér. „Konan sem þú vilt að dansi fyrir þig er sjálf dóttir einhvers og kannski mamma lítils barns. Horfðu í augun á konunni sem kannski er neydd til að dansa fyrir þig og sjáðu óttann í augum hennar. Sjáðu hræðsluna. Og horfðu svo á spegilmynd þína - í augum stúlkunnar.“Þeir sem vilja segja frá geri það Hann hvatti þá sem vilja segja frá að gera það með því að leita til einhvers sem þeir treysta. „Farið til fagaðila eða lögreglu. Aldrei hlusta á neinn sem segir ykkur að þegja. Það má ekki gerast. Við gerum þá kröfu sem samfélag að ykkur sé hjálpað alla leið í gegnum kerfið og að kerfið taki utan um ykkur. Takk - þið hugrökku hetjur sem hafið stigið fram og sagt frá. Það er ykkur að þakka að við stöndum hérna öll í dag - sameinuð og ákveðin í að berjast gegn kynferðisofbeldi.“Ég var beðinn um að pósta ræðunni sem ég hélt í (Druslugöngunni) Drusluganga á Austurvelli í dag. Geri það hér með...Posted by Johannes Kr Kristjansson on Saturday, July 25, 2015
Tengdar fréttir Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00