Enski boltinn

Enn einn leikmaðurinn gengur til liðs við Stoke frá Barcelona

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ibrahim Affelay í leik Hollands og Tyrklands í haust.
Ibrahim Affelay í leik Hollands og Tyrklands í haust. Vísir/getty
Ibrahim Afellay gekkst í dag undir læknisskoðun og skrifaði undir x ára samning við Stoke en hann er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Stoke eftir að hafa verið á mála hjá Barcelona árið áður.

Fylgir hann því í fótspor Marc Muniesa og Bojan Krkić sem gengu til liðs við Stoke frá Barcelona en Affaley var samningslaus eftir að hafa ekki fengið nýjan samning hjá spænska stórveldinu.

Lék hann aðeins 8 leiki í byrjunarliðinu fyrir Barcelona á fimm árum en hann eyddi síðustu tveimur árum á láni hjá Schalke í Þýskalandi og Olympiakos í Grikklandi.

Affelay sem hefur leikið 50 leiki fyrir hollenska landsliðið er sjötti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Mark Hughes og lærisveina hans í Stoke en undir stjórn hans náði Stoke metfjölda stiga á síðasta tímabili með 54 stig í 9. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×