Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 14:30 Bill og Melinda Gates stíga inn í Mercedes Benz við Gullfoss á föstudag. Vísir Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni. Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57
Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20
Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00