Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 10:48 Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í Mýrdalnum í sumar. Myndir/Þórir Kjartansson Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira