Albert til PSV: „Stór klúbbur og gott skref fyrir minn feril“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2015 14:27 Feðgarnir Albert og Guðmundur ásamt Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Alberts. Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.
Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47
Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17