Albert til PSV: „Stór klúbbur og gott skref fyrir minn feril“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2015 14:27 Feðgarnir Albert og Guðmundur ásamt Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Alberts. Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.
Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47
Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki