Fótbolti

Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert við undirritun samningsins.
Albert við undirritun samningsins. mynd/twitter-síða psv
Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven.

Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Albert skrifaði undir samning á Philips Stadium, heimavelli PSV, en með honum voru Guðmundur Benediktsson, faðir hans, og umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon.

Albert, sem er 18 ára gamall, kemur til PSV frá Heerenveen. Hann er uppalinn KR-ingur en samdi við Heerenveen í júlí 2013.

„PSV er stórt félag og þetta er skref fram á við á mínum ferli. Ég byrja í unglingaliðinu en næ vonandi að komast upp í aðalliðið sem fyrsta, það er markmiðið,“ sagði Albert í samtali við heimasíðu PSV.

Albert fetar þar með í fótspor Eiðs Smára Guðjohnsen, markahæsta leikmanns íslenska landsliðsins frá upphafi, en hann var á mála hjá PSV á árunum 1995-97.

Þá er Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson á mála hjá PSV og hefur verið síðan 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×