Draumur Ásgeirs Barkar rættist: Hermann algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2015 13:00 Ásgeir Börkur ætti að fagna þjálfaraskiptum Fylkis. vísir/stefán Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í gær og við starfinu tók Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði. Ásmundur stýrði Fylki í þrjú og hálft ár, en gengi liðsins í ár hefur verið langt undir væntingum og var hann því látinn taka pokann sinn.Sjá einnig:Ásgeir Börkur reifst við stjórnarmann: Var klárað á staðnum Líklega fagnar enginn nýjum þjálfara Fylkis meira heldur en fyrirliðinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem fór ekki leynt með aðdáun sína á Hermanni Hreiðarssyni í viðtali við 433.is í október í fyrra. „Hemmi Hreiðars er fyrst og fremst sigurvegari og hann er algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki. Svona gæjar vaxa ekkert á trjánum og þetta er maður sem myndi gera mikið fyrir félag eins og Fylki,“ sagði Ásgeir Börkur.Ásmundur Arnarsson er farinn frá Fylki.vísir/daníelVantar hugarfar sigurvegarans Miðjumaðurinn var þá á heimleið frá GAIS í sænsku B-deildinni, en á sama tíma var óljóst hvort Ásmundur Arnarsson yrði áfram þjálfari Fylkisliðsins. Ásmundur byrjaði illa með Fylkisliðið síðasta sumar rétt eins og sumarið 2013, en var svo aðeins 20 mínútum frá Evrópusæti. Fylkir tapaði fyrir föllnu liði Fram í lokaumferðinni og missti Evrópusætið til Víkings. „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er hugarfar sigurvegarans. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði. Það þarf að koma með nýjan hugsungarhátt þarna inn og stimpla það inn í leikmennina líka,“ sagði Ásgeir Börkur. „Hvað svo sem Fylkir gerir í sínum þjálfaramálum þá treysti ég öllu því góða fólki sem kemur að liðinu til að taka rétta ákvörðun í þeim efnum.“ Þrátt fyrir að ekkert varð af þjálfaraskiptum ákvað Ásgeir Börkur engu að síður að skrifa undir við Fylki og snúa heim í Árbæinn. Um Hermann bætti hann svo við: „Ef Fylkir ætlar að stíga skrefið fram á við þá held ég að Hemmi sé algjörlega rétti maðurinn í brúnna en það er bara mín persónulega skoðun sem stuðningsmaður liðsins,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson í október í fyrra. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í gær og við starfinu tók Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði. Ásmundur stýrði Fylki í þrjú og hálft ár, en gengi liðsins í ár hefur verið langt undir væntingum og var hann því látinn taka pokann sinn.Sjá einnig:Ásgeir Börkur reifst við stjórnarmann: Var klárað á staðnum Líklega fagnar enginn nýjum þjálfara Fylkis meira heldur en fyrirliðinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem fór ekki leynt með aðdáun sína á Hermanni Hreiðarssyni í viðtali við 433.is í október í fyrra. „Hemmi Hreiðars er fyrst og fremst sigurvegari og hann er algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki. Svona gæjar vaxa ekkert á trjánum og þetta er maður sem myndi gera mikið fyrir félag eins og Fylki,“ sagði Ásgeir Börkur.Ásmundur Arnarsson er farinn frá Fylki.vísir/daníelVantar hugarfar sigurvegarans Miðjumaðurinn var þá á heimleið frá GAIS í sænsku B-deildinni, en á sama tíma var óljóst hvort Ásmundur Arnarsson yrði áfram þjálfari Fylkisliðsins. Ásmundur byrjaði illa með Fylkisliðið síðasta sumar rétt eins og sumarið 2013, en var svo aðeins 20 mínútum frá Evrópusæti. Fylkir tapaði fyrir föllnu liði Fram í lokaumferðinni og missti Evrópusætið til Víkings. „Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er hugarfar sigurvegarans. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði. Það þarf að koma með nýjan hugsungarhátt þarna inn og stimpla það inn í leikmennina líka,“ sagði Ásgeir Börkur. „Hvað svo sem Fylkir gerir í sínum þjálfaramálum þá treysti ég öllu því góða fólki sem kemur að liðinu til að taka rétta ákvörðun í þeim efnum.“ Þrátt fyrir að ekkert varð af þjálfaraskiptum ákvað Ásgeir Börkur engu að síður að skrifa undir við Fylki og snúa heim í Árbæinn. Um Hermann bætti hann svo við: „Ef Fylkir ætlar að stíga skrefið fram á við þá held ég að Hemmi sé algjörlega rétti maðurinn í brúnna en það er bara mín persónulega skoðun sem stuðningsmaður liðsins,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson í október í fyrra.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira