Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júní 2015 13:47 Vísir/Vilhelm Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti þetta í þættinum Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild segist engan veginn sáttur við það. Stjórnvöld virðist ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað gerist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkurum vikum eða mánuðum. Þetta sér grafalvalegt og lami alla starfsemina Fyrsta júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt.. „Það er þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Kristján Þór Júlíusson segir að lagasetning hafi verið neyðarúrræði eftir að ekkert þokaðist í viðræðunum. Hann viðurkennir að það sé mjög sérstakt þegar annar samningsaðilinn geti gripið til lagasetningar með þessum leiðinlega hætti. Hann segir hinsvegar líka að mögulega hefði átt að setja lög fyrr. Hann segist leggja mesta áherslu á að ná samningum en það sé hægt til fyrsta júlí. Hann hafi trú á því að það takist fyrir þann tíma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti þetta í þættinum Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild segist engan veginn sáttur við það. Stjórnvöld virðist ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað gerist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkurum vikum eða mánuðum. Þetta sér grafalvalegt og lami alla starfsemina Fyrsta júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt.. „Það er þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Kristján Þór Júlíusson segir að lagasetning hafi verið neyðarúrræði eftir að ekkert þokaðist í viðræðunum. Hann viðurkennir að það sé mjög sérstakt þegar annar samningsaðilinn geti gripið til lagasetningar með þessum leiðinlega hætti. Hann segir hinsvegar líka að mögulega hefði átt að setja lög fyrr. Hann segist leggja mesta áherslu á að ná samningum en það sé hægt til fyrsta júlí. Hann hafi trú á því að það takist fyrir þann tíma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira