Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júní 2015 19:30 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira