Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 20:37 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira