Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 20:37 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira