Innlent

Davíð Þorláksson skipaður í nýja stjórn LÍN

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Davíð Þorláksson, stjórnarmaður í Lánasjóði íslenrka námsmanna.
Davíð Þorláksson, stjórnarmaður í Lánasjóði íslenrka námsmanna.
Ný stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna var skipuð í gær. Einn stjórnarmanna er Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður, en hann var skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra.

„Ég er skipaður af fjármálaráðherra og ætla að fylgja stefnu hans,“ segir Davíð aðspurður um skipanina. Árið 2011 var Davíð kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna en í fjárlagatillögum stjórnar SUS fyrir árið 2012 var meðal annars talað um að leggja ætti LÍN niður.

„Ég er lögmaður og hef setið í ýmsum stjórnum. Ég fer ekki inn í stjórnina sem pólítíkus heldur sem lögmaður. Þegar þú ert skipaður í stjórn þá fylgirðu stefnu eigandans sem í þessu tilfelli er ríkið.“

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar formann stjórnarinnar, varaformann og einn fulltrúa, námsmannahreyfingarnar SÍNE, SHÍ BÍSN og SÍF eiga hver sinn fulltrúa í stjórninni og að lokum skipar fjármála- og efnahagsráðherra einn fulltrúa.

Auk Davíðs skipa Jónas Friðrik Jónsson, formaður, Anna Sigríður Arnardóttir og Katrín Helga Hallgrímsdóttir stjórnina en þau voru útnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra. Aðrir í stjórninni eru Tryggvi Másson, tilnefndur af SHÍ, Hjördís Jónsdóttir, tilnefnd af SÍNE, Halldór Hallgrímsson Gröndal, tilnefndur af BÍSN og Laufey María Jóhannsdóttir, tilnefnd af SÍF.


Tengdar fréttir

Eiga auðlindir að vera í þjóðareign?

Önnur spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag lýtur að því hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign séu lýstar þjóðareign. Fréttablaðið leitaði röksemda með og á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×