Enski boltinn

Kane fullkominn fyrir Manchester United

Harry Kane skoraði 21 mark á síðustu leiktíð og Phil Neville segir hann fullkominn fyrir Man. United.
Harry Kane skoraði 21 mark á síðustu leiktíð og Phil Neville segir hann fullkominn fyrir Man. United. vísir/afp
Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Harry Kane, framherji Tottenham, myndi smellpassa inn í lið United en Kane er orðaður við Manchesterliðið.

Talið er að Manchester United hafi mikinn áhuga á að kaupa Kane en Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur engan áhuga á að selja framherja sinn, sem skoraði 21 mark á síðustu leiktíð.

"Hann var frábær á síðustu leiktíð og ég er mikill aðdáandi Harry Kane. Hann er vinnusamur og með frábært hugarfar og fátt virðist slá hann út af laginu, hann svarar öllum áskorunum sem hann fær," segir Neville.

"Liðið [Manchester United] hefur alltaf haft sterkan grunn af breskum leikmönnum og ég held að það sé enn mikilvægt, að þú fáir breska leikmenn og að hryggjasúla liðsins sé með bresku ívafi. Það hefur verið lykill að árangri undanfarin ár og ég vona að það haldi áfram," bæti Neville við.

Neville segir að Manchester United þurfi að bæta við sig sóknarmanni fyrir komandi leiktíð en Kane hefur verið orðaður við Manchester United fyrir 40 milljónir punda, tæpa 8,3 milljarða króna.

"Kane myndi kosta mikið, það er á hreinu og ég held að Tottenham vilji ekki missa hann. En ég tel að við að missa Falcao og spila í Meistaradeild Evrópu, þá þurfi United sennilega einn sóknarmann til viðbótar. Og sá leikmaður sem Manchester United mun kaupa í sumar verður að vera gæða leikmaður úr evrópskum bolta, hvort sem hann er frá Englandi eða ekki. Kane uppfyllir það og ef þeir fá Harry Kane, þá verða það frábær kaup," segir Neville að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×