Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 08:42 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina er ekki hrifin af boðuðum mótmælum á 17. júní. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætirsráðherra mun flytja ræðu á þessum degi við Austurvölll. Margir deila um mótmælin sem boðað hefur verið til á Austurvelli í Reykjavík á þjóðhátíðardegi Íslendinga sem er á morgun en yfirskrift þeirra er: „Ríkisstjórnina burt – Vér mótmælum öll“ og hafa þrjú þúsund og tvö hundruð manns boðað komu sína. Einn þeirra sem hefur beðið mótmælendur um að óvirða ekki hátíðisdag þjóðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, stjórnarmaður í samtökunum Heimsýn. „Ríkisstjórn var lýðræðislega kosinn til valda. Stjórnarflokkarnir eru með sterkan þingmeirhluta sem var lýðræðislega kosinn af meirhluta kjósenda í lögbundnum og löglegum kosningum almennings. Fyrrverandi ríkisstjórn vinstri flokkanna var beinlínis kosinn burt. Sættið ykkur við það og gefið réttkjörnum stjórnvöldum ráðrúm og frið til þess að framfylgja stefnumálum sínum og þar með framgangi lýðræðisins. Ykkar tími til að ná völdum kemur kannski aftur eftir tvö ár en hann er ekki núna. Síðasta Ríkisstjórn setti líka lög sem bönnuðu verkföll og það eftir aðeins nokkurra daga verkfall flugvirkja. Vinsamlega virðið lýðræðið!,“ skrifar Gunnlaugur á síðuna.Ummæli Guðfinnu um mótmælin á Facebook.Vísir/Facebook„Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin?“ Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, er ekki hrifin af þessum boðuðu mótmælum og spyr á Facebook-síðu sinni hvað sé eiginlega að fólki sem ætlar að mótmæla 17. júní á Austurvelli. „Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin sem eru að skemmta sér þennan dag. Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“Vonar að fólk muni hvíla sig frá reiðinni Þá kallar Kolbrún Bergþórsdóttir, annar af ritstjórum DV, eftir þjóðhátíðardegi án reiði í leiðara blaðsins í dag. „Fram að þessu hefur ríkt þegjandi samkomulag í íslensku þjóðfélagi að efna ekki til ófriðar á þessum hátíðisdegi. Sárafáir hafa orðið til að rjúfa það samkomulag en þegar það hefur gerst hafa mótmælaraddirnar týnst í gleðinni sem þjóðin finnur á þessum degi,“ skrifar Kolbrún sem segir það vefjast sennilega fyrir mörgum að magna upp reiði innra með sér á degi þegar lög eins og þjóðsöngurinn og Hver á sér fegra föðurland? eru sungin. „Vonandi mun þjóðin hvíla sig frá reiðinni á þjóðhátíðardaginn og sama gleði vera við völd nú í ár eins og síðustu áratugi.“„Lýðræðið er ekki aðeins á fjögurra ára fresti“Á viðburðasíðu mótmælanna á Facebook eru tíndar til ástæður fyrir mótmælunum en á meðal þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þau lækka skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrða að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra. Ríkisstjórnin hefur gengið á bak orða sinna margoft og svikið hvert kosningaloforðið á fætur öðru. Stjórnvöld hafa vanrækt skyldur sínar gagnvart þeim sem minna mega sín, fátækum, heimilslausum og öldruðum. Lýðræði er ekki aðeins á fjögurra ára fresti, ríkisstjórnin starfar ekki í umboði fólksins í landinu.“ Tengdar fréttir Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Margir deila um mótmælin sem boðað hefur verið til á Austurvelli í Reykjavík á þjóðhátíðardegi Íslendinga sem er á morgun en yfirskrift þeirra er: „Ríkisstjórnina burt – Vér mótmælum öll“ og hafa þrjú þúsund og tvö hundruð manns boðað komu sína. Einn þeirra sem hefur beðið mótmælendur um að óvirða ekki hátíðisdag þjóðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, stjórnarmaður í samtökunum Heimsýn. „Ríkisstjórn var lýðræðislega kosinn til valda. Stjórnarflokkarnir eru með sterkan þingmeirhluta sem var lýðræðislega kosinn af meirhluta kjósenda í lögbundnum og löglegum kosningum almennings. Fyrrverandi ríkisstjórn vinstri flokkanna var beinlínis kosinn burt. Sættið ykkur við það og gefið réttkjörnum stjórnvöldum ráðrúm og frið til þess að framfylgja stefnumálum sínum og þar með framgangi lýðræðisins. Ykkar tími til að ná völdum kemur kannski aftur eftir tvö ár en hann er ekki núna. Síðasta Ríkisstjórn setti líka lög sem bönnuðu verkföll og það eftir aðeins nokkurra daga verkfall flugvirkja. Vinsamlega virðið lýðræðið!,“ skrifar Gunnlaugur á síðuna.Ummæli Guðfinnu um mótmælin á Facebook.Vísir/Facebook„Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin?“ Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, er ekki hrifin af þessum boðuðu mótmælum og spyr á Facebook-síðu sinni hvað sé eiginlega að fólki sem ætlar að mótmæla 17. júní á Austurvelli. „Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin sem eru að skemmta sér þennan dag. Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“Vonar að fólk muni hvíla sig frá reiðinni Þá kallar Kolbrún Bergþórsdóttir, annar af ritstjórum DV, eftir þjóðhátíðardegi án reiði í leiðara blaðsins í dag. „Fram að þessu hefur ríkt þegjandi samkomulag í íslensku þjóðfélagi að efna ekki til ófriðar á þessum hátíðisdegi. Sárafáir hafa orðið til að rjúfa það samkomulag en þegar það hefur gerst hafa mótmælaraddirnar týnst í gleðinni sem þjóðin finnur á þessum degi,“ skrifar Kolbrún sem segir það vefjast sennilega fyrir mörgum að magna upp reiði innra með sér á degi þegar lög eins og þjóðsöngurinn og Hver á sér fegra föðurland? eru sungin. „Vonandi mun þjóðin hvíla sig frá reiðinni á þjóðhátíðardaginn og sama gleði vera við völd nú í ár eins og síðustu áratugi.“„Lýðræðið er ekki aðeins á fjögurra ára fresti“Á viðburðasíðu mótmælanna á Facebook eru tíndar til ástæður fyrir mótmælunum en á meðal þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þau lækka skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrða að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra. Ríkisstjórnin hefur gengið á bak orða sinna margoft og svikið hvert kosningaloforðið á fætur öðru. Stjórnvöld hafa vanrækt skyldur sínar gagnvart þeim sem minna mega sín, fátækum, heimilslausum og öldruðum. Lýðræði er ekki aðeins á fjögurra ára fresti, ríkisstjórnin starfar ekki í umboði fólksins í landinu.“
Tengdar fréttir Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51