Saka sjávarútvegsráðherra um klækjapólitík og forkastanleg vinnubrögð 17. júní 2015 18:36 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra Vísir/VALGARÐUR Stjórn Landssambands smábátaeigenda vandar Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra ekki kveðjurnar í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í kvöld. Þar sakar stjórn landsambandsins ráðherrann um klækjapólitík, segja vinnubrögð hans forkastanleg og lýsa yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherra. Tilefnið eru tillögur ráðherrans um breytingar á makrílveiðum landans en í Á síðustu vertíð stöðvaði ráðherra makrílveiðar smábáta í byrjun september. Samanlagður afli þeirra jafngilti þá 4,9% af heildarafla. „Ljóst var að með því að heimila veiðar til loka september eins og Landssamband smábátaeigenda hafði óskað eftir hefði veiði orðið mun hærra hlutfall heildaraflans,“ segir stjórninni í tilkynningunni. „Það var í raun kaldhæðnislegt að sama magn og smábátar veiddu, um 7.500 tonn, var skilið eftir af útgefnum heildarkvóta. Aflaverðmæti á milli 650 og 700 milljónir og útflutningsverðmæti um tvöföld sú upphæð um 1,4 milljarður. Þar við bætist hundruðir starfa sem töpuðust á ætluðum veiðitíma“ Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um stjórn veiða á Norður-Atlantshafsmakríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka fyrir nokkrum vikum. Þar er gert ráð fyrir að hlutur smábáta verði festur við 5%, sóknarmark aflagt og í stað þess úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. „LS mótmælti strax tillögum ráðherra, enda fyrirsjáanlegt að kvótasetning mundi aðeins gagnast örfáum aðilum en helftin af flotanum mundi standa eftir með ónýtta fjárfestingu,“ segir stjórnin og bætir við að þá væri þróun veiðanna í fullum gangi og líklegt að hæfilegt magn sem veiða ætti við ströndina væri það sama og hjá Norðmönnum, 16 prósent heildarkvótans. „Allflestir landsmenn vita hvaða viðtökur frumvarpið hefur fengið. Alls hafa 51 þúsund þeirra mótmælt því. Í dag hefur ráðherra ákveðið með setningu reglugerðar að hafa þessi mótmæli að engu. Að beita svokallaði klækjapólitík þar sem ekki einungis skoðanir tuga þúsunda landsmanna eru hunsaðar heldur bætist þar við sjálft Alþingi," segir stjórnin. Gjörningurinn er einn fjölmargra sem ráðherra hefur framkvæmt á þeim tveggja ára tíma sem hann hefur verið við völd og gefur tilefni til þess að segja hingað og ekki lengra. Landssamband smábátaeigenda lýsir hér með yfir fullu vantrausti á embættisfærsluráðherra og krefst þess að hún verði dregin til baka.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Stjórn Landssambands smábátaeigenda vandar Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra ekki kveðjurnar í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í kvöld. Þar sakar stjórn landsambandsins ráðherrann um klækjapólitík, segja vinnubrögð hans forkastanleg og lýsa yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherra. Tilefnið eru tillögur ráðherrans um breytingar á makrílveiðum landans en í Á síðustu vertíð stöðvaði ráðherra makrílveiðar smábáta í byrjun september. Samanlagður afli þeirra jafngilti þá 4,9% af heildarafla. „Ljóst var að með því að heimila veiðar til loka september eins og Landssamband smábátaeigenda hafði óskað eftir hefði veiði orðið mun hærra hlutfall heildaraflans,“ segir stjórninni í tilkynningunni. „Það var í raun kaldhæðnislegt að sama magn og smábátar veiddu, um 7.500 tonn, var skilið eftir af útgefnum heildarkvóta. Aflaverðmæti á milli 650 og 700 milljónir og útflutningsverðmæti um tvöföld sú upphæð um 1,4 milljarður. Þar við bætist hundruðir starfa sem töpuðust á ætluðum veiðitíma“ Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um stjórn veiða á Norður-Atlantshafsmakríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka fyrir nokkrum vikum. Þar er gert ráð fyrir að hlutur smábáta verði festur við 5%, sóknarmark aflagt og í stað þess úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. „LS mótmælti strax tillögum ráðherra, enda fyrirsjáanlegt að kvótasetning mundi aðeins gagnast örfáum aðilum en helftin af flotanum mundi standa eftir með ónýtta fjárfestingu,“ segir stjórnin og bætir við að þá væri þróun veiðanna í fullum gangi og líklegt að hæfilegt magn sem veiða ætti við ströndina væri það sama og hjá Norðmönnum, 16 prósent heildarkvótans. „Allflestir landsmenn vita hvaða viðtökur frumvarpið hefur fengið. Alls hafa 51 þúsund þeirra mótmælt því. Í dag hefur ráðherra ákveðið með setningu reglugerðar að hafa þessi mótmæli að engu. Að beita svokallaði klækjapólitík þar sem ekki einungis skoðanir tuga þúsunda landsmanna eru hunsaðar heldur bætist þar við sjálft Alþingi," segir stjórnin. Gjörningurinn er einn fjölmargra sem ráðherra hefur framkvæmt á þeim tveggja ára tíma sem hann hefur verið við völd og gefur tilefni til þess að segja hingað og ekki lengra. Landssamband smábátaeigenda lýsir hér með yfir fullu vantrausti á embættisfærsluráðherra og krefst þess að hún verði dregin til baka.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira