Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júní 2015 18:48 Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg. Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg.
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira