Enski boltinn

Bolton bauð í Alfreð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason gæti verið á leið frá spænska félaginu Real Sociedad ef marka má fréttir frá Spáni.

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að enska B-deildarfélagið Bolton hafi lagt fram tilboð í Alfreð sem gekk í raðir spænska félagsins frá Heerenveen fyrir ári síðan. Alfreð fékk fá tækifæri í byrjunarliði félagsins og skoraði tvö mörk á tímabilinu.

Sjálfur segist Alfreð vilja vera áfram hjá Real Sociedad og berjast fyrir sæti sínu þar en ensk úrvalsdeildarfélög, Everton og Norwich, hafa einnig verið sögð áhugasöm um Alfreð.

Eiður Smári Guðjohnsen lék með Bolton á nýliðinni leiktíð en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Óvíst er hvort hann verði áfram hjá félaginu en Eiður Smári stóð sig vel hjá Bolton í vetur.


Tengdar fréttir

Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið

Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×