Vill ekki kannast við óeiningu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar 2. júní 2015 14:15 Eygló Harðardóttir og Heiða Kristín Helgadóttir. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir. Umræðan Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir.
Umræðan Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira