Innlent

Ragnheiður leggur til að næsta þing verði kvennaþing

Bjarki Ármannsson skrifar
Ragnheiður segir lítið hafa breyst á undanförnum átta árum.
Ragnheiður segir lítið hafa breyst á undanförnum átta árum. Vísir/Vilhelm
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að einungis konur yrðu í framboði í næstu Alþingiskosningum í umræðu um störf þingsins nú í dag. Sagði hún að lítið sem ekkert hefði breyst í störfum þingsins á þeim átta árum sem hún hefði þar setið og því varpaði hún fram þessari róttæku hugmynd.

Lagði hún til að þetta „kvennaþing“ yrði einungis til tveggja ára, frá 2017 til 2019, og væri með því hægt að sannreyna hvort vinnubrögð kvenna væri önnur eða betri en vinnubrögð karla.

„Að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf velt því fyrir sér hvort það væri jafnvel bara skynsamlegra að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður.

Hægt er að hlusta á þessa merkilegu tillögu Ragnheiðar hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.