Verkfall hjúkrunarfræðinga: „Gengur ekkert mikið lengur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2015 11:55 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir hjúkrunarfræðinga ekki geta gengið harðar fram í kjarabaráttu þeirra við ríkið. Þeir muni þó leyfa sjúklingum að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. vísir/vilhelm Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur. Verkfall 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira