Innlent

Ísland enn í flokki umsóknarríkja á vefsíðu ESB

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ísland talið upp sem umsóknarríki á upplýsingasíðu sambandsins en hefur verið fjarlægt af lista á síðu framkvæmdastjórnarinnar.
Ísland talið upp sem umsóknarríki á upplýsingasíðu sambandsins en hefur verið fjarlægt af lista á síðu framkvæmdastjórnarinnar. Vísir
Ísland er enn á þeirri vegferð að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram á vefsíðu sambandsins þar sem farið er yfir aðildarríki landsins og hvaða lönd stefna þangað inn, bæði umsóknarríki og möguleg umsóknarríki. Nútíminn greinir frá þessu.

Á föstudag var greint frá því að Ísland væri ekki lengur sagt umsóknarríki sambandsins á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Á upplýsingasíðu um umsóknarríki og möguleg umsóknarríki mátti áður sjá Ísland á lista yfir umsóknarríki og möguleg umsóknarríki.

Ísland er á vefsíðunni í flokki með Albaníu, Svartfjallalandi, Serbíu, Makedóníu og Tyrklandi, sem öll hafa sótt um aðild að sambandinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×