Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 12:31 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Vísir/GVA Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson. Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson.
Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira