Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal leituðu í kvöld ferðalands sem var villtur á Fimmvörðuhálsi. Hringdi hann sjálfur á Neyðarlínuna en sambandið við hann rofnaði áður en hann gat veitt neyðarverði frekari upplýsingar. Hann fannst að lokum rétt við Fimmvörðuskála, heill á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Maðurinn hafði gengið í átta tíma eftir merktri gönguleið, en kvaðst vera þreyttur og skelkaður í svarta þoku þegar hann hringdi í Neyðarlínuna. Göngumenn fóru því á Fimmvörðuháls auk þess sem leitað var mannsins á bílum og snjósleðum. Leitarmenn fóru bæði upp frá Básum og Skógum og var lögð áhersla á að leita á þekktum gönguleiðum, en leitaraðstæður voru erfiðar vegna þoku. Það voru svo menn frá Útivist sem voru í Fimmvörðuskála sem fundu manninn við fyrstu vörðu innan hans. Maðurinn er nú kominn í skóla og verður fluttur til byggða síðar í kvöld.
Leituðu manns í svartaþoku á Fimmvörðuhálsi
