„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. maí 2015 18:00 „Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Mér finnst aðalatriðið að við fáum umræðu upp um þau mál sem eru erfið og snúin. Og þorum að taka umræðuna. Þorum að taka hana á málefnalegum forsendum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir sem var fyrsti gestur Föstudagsviðtalsins, hlaðvarps hér á Vísi. Guðrún er þekkt baráttukona sem hefur langa reynslu af stjórnmálum en datt útaf lista Samfylkingarinnar í prófkjöri árið 2007, nokkuð sem hún þakkar fyrir í dag. „Ég þoli ekki orðið orðræðuna í pólitíkinni í dag. Hún er bara gallharðar fylkingar. Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi. Það er vegna þess að þú ert þjónn fólksins fyrir það fyrsta og málin sem varða samfélagið allt eru stærri en þú sjálf,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Þetta lítur ekki að þér sem egói. Það finnst mér skorta í dag, mér finnst allir vera í sínu egói að koma sér á framfæri í stað þess að koma málinu eða málaflokknum á framfæri,“ segir hún. Guðrún segir orðræðuna í stjórnmálum hafa breyst eftir hrun. „Mér finnst orðræðan pínu orðin svona. Mér finnst það. Mér finnst hún miklu sjálfhverfari. Og mér finnst hún ekki snúast um það sem hún á að snúast um, fólkið í þessu landi, hvað er því fyrir bestu, náum samkomulagi, náum niðurstöðu,“ segir hún. „Hrunið breytti allri orðræðu, því miður. Ég þakka guði fyrir það á hverjum degi að ég var ekki á þingi, að ég skildi detta út í prófkjöri. Ég dett út úr prófkjöri 2007. Það var auðvitað alltaf að mér sótt. Það vildu margir mitt sæti því þeir héldu að aðrir væru betri í þessum málum en ég. Öll þessi mál eru meira og minna dottin upp fyrir. Nema Sigríður Ingibjörg hefur verið dugleg að reyna halda einhverum veifum á lofti en strákarnir hafa verið mjög frekir til fjörsins finnst mér,“ segir Guðrún sem á að baki mörg þekkt baráttumál og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að vekja athygli á málum sem lítið hefur verið talað um. Hún hefur einnig verið þekkt fyrir að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. „Þar sem þarf einhvern málsvara þá hef ég verið mjög tilleiðanleg, ekki allt. En ég hef valið það sem verulega þarf að laga. Ætli ég verði fín í öldrunarmálunum?“ segir hún og skellir upp úr. En hverju er hún stoltust af? „Málefni samkynhneigðra, þá var brotið blað í Íslandssögunni,“ segir hún. „Ég er líka stoltust af því að hafa þorað að taka margar orðræður. Ég var sú fyrsta sem ræddi um mansal og vændi. Mál sem eru út í hornunum og enginn vill skoða. Og ég er stolt að vera upphafsmanneskja að þeim málum. Fólk trúði mér ekki, en ég vissi það líka útaf vinnu minni á kvennadeildinni að þetta væri raunveruleikinn. Mér fannst mjög mikilvægt að við kortlegðum þetta. Núna erum við bara með þetta kortlagt og sjálfsagt. Og þannig á að gera þetta. Ég get verið mjög stolt af þessum málaflokkum, skítugu börnunum hennar Evu,“ segir hún. Henni finnst lítið mál að taka stóra slagi. „Ég hef verið þar, verð þar og mun þora áfram að taka upp hluti sem eru óþægilegir.“ Hún segist ekki hafa upplifað mótlæti þegar hún var að vekja athygli á þessum málum. „Kannski þorir enginn að hjóla í mig, ég veit það ekki. Ég tek bara slaginn ef ég þarf að taka hann.“
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira