Innlent

„Bylting“ í beinni: Mótmælendur mæta á Austurvöll

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan fimm. Um sjö þúsund manns boðuðu komu sína á mótmælin á Facebook og töldu mótmælendur upp 99 ástæður til mótmælanna fyrir viðburðinn. Hér má sjá beina útsendingu frá mótmælunum.

Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift sagði Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælunum,  að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum.

Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar

„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ sagði Sara í samtali við Vísi í gær og benti á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu.

Beinni útsendingu er lokið en hægt er að horfa á upptökuna í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×