Mótmælandi handtekinn á Austurvelli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 18:29 Þrír eða fjórir lögregluþjónar yfirbuguðu manninn. Vísir Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu. Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu.
Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26
Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15
„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40