Innlent

Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samninganefnd SA, undir forystu Þorsteins Víglundssonar, hittir samninganefnd SGS, undir forystu Björns Snæbjörnssonar, hittast í dag.
Samninganefnd SA, undir forystu Þorsteins Víglundssonar, hittir samninganefnd SGS, undir forystu Björns Snæbjörnssonar, hittast í dag. Vísir
Boðað hefur verið til samningafundar í deilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í dag. Starfsgreinasambandið hefur ekki enn frestað fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum sínum líkt og önnur stór verkalýðsfélög hafa gert.

Sambandið fer með samningsumboð fimmtán aðildarfélaga sinna við Samtök atvinnulífisins.

Búist er við því að á fundinum verði lögð fram samskonar drög að kjarasamningi  VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands samþykktu í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×