Innlent

Sektargreiðslur níumenninganna felldar niður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá uppkvaðningu dómsins í Hæstarétti í dag.
Frá uppkvaðningu dómsins í Hæstarétti í dag. vísir/pjetur
Hæstiréttur hefur fellt niður sektargreiðslur sem mótmælendurnir níu úr Gálgahrauni höfðu verið dæmdir til að borga í Héraðsdómi Reykjaness. Ákvörðun refsinga þeirra var frestað og eru skilorðsbundnar til tveggja ára. Brjóti einhver níumenninganna skilorð er hægt að taka málið aftur upp, að sögn Skúla Bjarnasonar, lögmanns þeirra.

Níumenningarnir, þau Gunnsteinn Ólafsson, Kristinn Guðmundsson, Viktoría Áskelsdóttir, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Anna María Lind Geirsdóttir og Tinna Þorvaldsdóttir voru ákærð fyrir að fara ekki að tilmælum lögreglu í kringum mótmælin sem fram fóru þann 21. október 2013.

Við aðalmeðferð málsins í fyrra kvörtuðu þau yfir aðförum lögreglu á vettvangi sem þau segja hafa verið harkalegar og jafnvel tilefnislausar.

Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt níumenninganna greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna ella færu þeir í fangelsi í átta daga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×