TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 10:20 Héraðsdómur Reykjavíkur sagði flugmanninn hafa sýnt gáleysi, en þó þyrfti TM að greiða fullar bætur. Vísir/Stefán/Valli Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira