Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. maí 2015 14:44 Slökkviliðið á vettvangi fyrr í dag. Vísir/Pjetur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004. Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004.
Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira