Lífið

Sveinbjörg fylgdist með yfirheyrslum í dómsal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir mætti í dómssal.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir mætti í dómssal. Vísir/Valli
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framsóknarkona, var mætt í dómsal í morgun til að hlusta á yfirheyrslunar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

„Ég átti lausan hálftíma og kíkti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur til að hlusta á yfirheyrslurnar,“ segir Sveinbjörg.  

Séð og Heyrt greindi frá því fyrir skemmstu að Sveinbjörg og Gizur Bergsteinsson, lögmaður Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, séu par. 

Mótmælt var þegar þingmenn mættu á Árshátíðina.vísir/valli
„Við erum ekkert nýbyrjuð saman og Séð og Heyrt sló þessu upp á sínum tíma, sem var frekar fyndið. Ég er lögmaður og mér fannst gaman að sjá hversu tæknilegt dómsþingið var í dag. Flott hversu auðvelt var að fletta upp skjölum og gömlum yfirheyrslum.“



Sjá einnig: Þingmenn sniðganga eigin árshátíð



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×