Fimm ára perlusnillingur styrkir börn í Nepal Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. maí 2015 20:30 Fimm ára íslensk stúlka hefur nú perlað yfir hundrað slaufur til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans í Nepal. Þannig hefur hún safnað tugum þúsunda og er hvergi nærri hætt. Emma Sigrún hefur lengi haft gaman að því að perla, og þá sérstaklega slaufur í öllum regnbogans litum. Það var svo fyrir skömmu þegar hún horfði á fréttirnar með mömmu sinni að hún ákvað að perla og hjálpa þannig börnunum í Nepal. Slaufurnar seldu þær mæðgur svo í gegnum Facebook, en þær hafa nú selt 110 stykki. Á slaufunum er ýmist næla eða segull. „Það er hægt að setja þær á ískápinn,“ segir Emma meðal annars. Í gær afhenti Emma svo Unicef rúmlega sjötíu þúsund krónur sem safnast höfðu með slaufusölunni. Peningarnir koma sér vel en talið er að um ein milljón barna þurfi á neyðaraðstoð að halda eftir skjálftann sem varð tæplega átta þúsund manns að bana. Framlag Emmu Sigrúnar fer meðal annars í að útvega börnum í Nepal brýnustu hjálpargögn á borð við hreint vatn, tjöld, næringarsölt og lyf. Pantanirnar eru enn að streyma inn og því ljóst að Emma er hvergi nærri hætt. „Mig langar ennþá að hjálpa börnunum. Ennþá,“ segir hún. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Fimm ára íslensk stúlka hefur nú perlað yfir hundrað slaufur til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans í Nepal. Þannig hefur hún safnað tugum þúsunda og er hvergi nærri hætt. Emma Sigrún hefur lengi haft gaman að því að perla, og þá sérstaklega slaufur í öllum regnbogans litum. Það var svo fyrir skömmu þegar hún horfði á fréttirnar með mömmu sinni að hún ákvað að perla og hjálpa þannig börnunum í Nepal. Slaufurnar seldu þær mæðgur svo í gegnum Facebook, en þær hafa nú selt 110 stykki. Á slaufunum er ýmist næla eða segull. „Það er hægt að setja þær á ískápinn,“ segir Emma meðal annars. Í gær afhenti Emma svo Unicef rúmlega sjötíu þúsund krónur sem safnast höfðu með slaufusölunni. Peningarnir koma sér vel en talið er að um ein milljón barna þurfi á neyðaraðstoð að halda eftir skjálftann sem varð tæplega átta þúsund manns að bana. Framlag Emmu Sigrúnar fer meðal annars í að útvega börnum í Nepal brýnustu hjálpargögn á borð við hreint vatn, tjöld, næringarsölt og lyf. Pantanirnar eru enn að streyma inn og því ljóst að Emma er hvergi nærri hætt. „Mig langar ennþá að hjálpa börnunum. Ennþá,“ segir hún.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira