Andstaða við að ríkið taki við lífeyrisskuldbindingum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2015 19:30 Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu stjórnvalda um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga Ríkisútvarpsins til að létta á gríðarlegum skuldum þess, eins og stjórnendur þess leggja til. Menntamálaráðherra segir ekki óeðlilegt að rekstur Ríkisútvarpsins taki breytingum í takt við tækninýjungar. Skuldavandi Ríkisútvarpsins er gríðarlegur og til að mæta honum hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins m.a. ákveðið að selja stóra lóð við hliðina á útvarpshúsinu. En það eitt dugar ekki til. Rætt hefur verið að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. en um það er menn ekki á eitt sáttir í stjórnarliðinu. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp í haust sem afturkallar fyrirhugaða lækkun á útvarpsgjaldinu á almenning, til að mæta skuldavandanum. En í fjárlaganefnd er mikil andstaða meðal stjórnarflokkanna við tillögu stjórnar Ríkisútvarpsins um að ríkið yfirtaki einnig milljarða lífeyrisskuldbindingu stofnunarinnar. „En ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldinu til stofnunarinnar og síðan ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það gera málið enn erfiðara að það sé töluverð skuldasöfnun hjá Ríkisútvarpinu umfram lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta verði allt að skoða í samhengi við eignir. „Ég hef ekki viljað taka neina afstöðu strax til þessa máls. Þetta er mál, eins og réttilega hefur verið bent á, getur haft fordæmisgildi. Það þarf þá að vega og meta hvaða eignir eru þarna inni í ohf-inu. Þetta er mál sem snertir auðvitað mjög fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem verið er að ákveða þessa dagana,“ segir Illugi. Menntamálaráðherra segir að stjórnvöld hafi nýlega sett á laggirnar nefnd undir forystu Eyþórs Arnalds sem eigi að skoða allan rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins og greina vandann. Ekki óeðlilegt að Ríkisútvarpið taki breytingum eins og aðrir fjölmiðlar í ljósi tækniþróunar. Staða Ríkisútvarpsins sé hins vegar alvarleg. „En mér finnst auðvitað ekki gott að það sé bara gert út frá því að menn eru komnir í slíkar heljarstöðu með reksturinn að það einhvern veginn eitt og sér valdi breytingunum,“ segir menntamálaráðherra. Þá þurfi að huga að samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum fjölmiðlum ef rekstur þess verði styrktur. „Að sjálfsögðu er auðvitað alveg eðlilegt að alltaf sé spurt að því á hverjum tíma hver samkeppnisstaðan sé. Hvort það sé verið að gera öðrum fjölmiðlum erfitt um vik. Þetta er allt gömul umræða og ný,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu stjórnvalda um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga Ríkisútvarpsins til að létta á gríðarlegum skuldum þess, eins og stjórnendur þess leggja til. Menntamálaráðherra segir ekki óeðlilegt að rekstur Ríkisútvarpsins taki breytingum í takt við tækninýjungar. Skuldavandi Ríkisútvarpsins er gríðarlegur og til að mæta honum hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins m.a. ákveðið að selja stóra lóð við hliðina á útvarpshúsinu. En það eitt dugar ekki til. Rætt hefur verið að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. en um það er menn ekki á eitt sáttir í stjórnarliðinu. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp í haust sem afturkallar fyrirhugaða lækkun á útvarpsgjaldinu á almenning, til að mæta skuldavandanum. En í fjárlaganefnd er mikil andstaða meðal stjórnarflokkanna við tillögu stjórnar Ríkisútvarpsins um að ríkið yfirtaki einnig milljarða lífeyrisskuldbindingu stofnunarinnar. „En ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldinu til stofnunarinnar og síðan ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það gera málið enn erfiðara að það sé töluverð skuldasöfnun hjá Ríkisútvarpinu umfram lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta verði allt að skoða í samhengi við eignir. „Ég hef ekki viljað taka neina afstöðu strax til þessa máls. Þetta er mál, eins og réttilega hefur verið bent á, getur haft fordæmisgildi. Það þarf þá að vega og meta hvaða eignir eru þarna inni í ohf-inu. Þetta er mál sem snertir auðvitað mjög fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem verið er að ákveða þessa dagana,“ segir Illugi. Menntamálaráðherra segir að stjórnvöld hafi nýlega sett á laggirnar nefnd undir forystu Eyþórs Arnalds sem eigi að skoða allan rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins og greina vandann. Ekki óeðlilegt að Ríkisútvarpið taki breytingum eins og aðrir fjölmiðlar í ljósi tækniþróunar. Staða Ríkisútvarpsins sé hins vegar alvarleg. „En mér finnst auðvitað ekki gott að það sé bara gert út frá því að menn eru komnir í slíkar heljarstöðu með reksturinn að það einhvern veginn eitt og sér valdi breytingunum,“ segir menntamálaráðherra. Þá þurfi að huga að samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum fjölmiðlum ef rekstur þess verði styrktur. „Að sjálfsögðu er auðvitað alveg eðlilegt að alltaf sé spurt að því á hverjum tíma hver samkeppnisstaðan sé. Hvort það sé verið að gera öðrum fjölmiðlum erfitt um vik. Þetta er allt gömul umræða og ný,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira