Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 12:17 Árni Grétar er framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Valli „Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira