Ekkert verður af komu Terfel á Listahátíð Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2015 18:28 Terfel þurfti að hætta við tónleika í Eldborg í fyrra eftir nokkur lög. Vísir/Getty Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel mun ekki koma fram á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Hætta þurfti við tónleika söngvarans í Eldborg í Hörpu í maí í fyrra eftir aðeins nokkur lög þegar röddin brást honum en til stóð að hann kæmi aftur til landsins síðar. Eftir að hætt var við tónleikana stóð fyrst til að Terfel, sem kom fram á Listahátíð árið 2007 í Háskólabíói, sneri aftur í júlí sama ár en það gekk ekki eftir. Í stað þess var stefnt að því að fá Terfel á Listahátíð í júní nú í ár en í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að ekki hafi náðst ásættanlegt samkomulag um endurkomu Terfel. „Á síðustu vikunum fyrir kynningu dagskrárinnar í ár, varð ljóst að of mikið bæri í milli í samningaviðræðum Listahátíðar og umboðsaðila Terfel til að samningar næðust. Því miður varð það því niðurstaðan að endurkoma söngvarans yrði ekki á vettvangi Listahátíðar í ár, þó að það hafi verið vilji allra sem að málinu standa,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í tilkynningu. „Vonandi verður það síðar þó að ekki verði af því í ár.” Allir þeir sem keyptu miða á tónleika Terfel í fyrra, og ekki hafa þegar fengið endurgreitt, munu getað fengið miða sína endurgreidda frá og með þriðjudeginum 14. apríl. Endurgreiðslan fer fram í gegnum miðasölu Hörpu. Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Terfel mætir aftur í sumar Velski bass-barítóninn Bryn Terfel mun snúa aftur til landsins og halda aðra tónleika, en honum tókst ekki að ljúka einsöngstónleikum sínum á Listahátíð í kvöld. 24. maí 2014 22:24 Tónleikar Bryn Terfel frestast fram á næsta ár Tónleikar stórsöngvarans færast til Listahátíðar í Reykjavík 2015. 3. júlí 2014 11:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel mun ekki koma fram á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Hætta þurfti við tónleika söngvarans í Eldborg í Hörpu í maí í fyrra eftir aðeins nokkur lög þegar röddin brást honum en til stóð að hann kæmi aftur til landsins síðar. Eftir að hætt var við tónleikana stóð fyrst til að Terfel, sem kom fram á Listahátíð árið 2007 í Háskólabíói, sneri aftur í júlí sama ár en það gekk ekki eftir. Í stað þess var stefnt að því að fá Terfel á Listahátíð í júní nú í ár en í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að ekki hafi náðst ásættanlegt samkomulag um endurkomu Terfel. „Á síðustu vikunum fyrir kynningu dagskrárinnar í ár, varð ljóst að of mikið bæri í milli í samningaviðræðum Listahátíðar og umboðsaðila Terfel til að samningar næðust. Því miður varð það því niðurstaðan að endurkoma söngvarans yrði ekki á vettvangi Listahátíðar í ár, þó að það hafi verið vilji allra sem að málinu standa,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í tilkynningu. „Vonandi verður það síðar þó að ekki verði af því í ár.” Allir þeir sem keyptu miða á tónleika Terfel í fyrra, og ekki hafa þegar fengið endurgreitt, munu getað fengið miða sína endurgreidda frá og með þriðjudeginum 14. apríl. Endurgreiðslan fer fram í gegnum miðasölu Hörpu.
Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Terfel mætir aftur í sumar Velski bass-barítóninn Bryn Terfel mun snúa aftur til landsins og halda aðra tónleika, en honum tókst ekki að ljúka einsöngstónleikum sínum á Listahátíð í kvöld. 24. maí 2014 22:24 Tónleikar Bryn Terfel frestast fram á næsta ár Tónleikar stórsöngvarans færast til Listahátíðar í Reykjavík 2015. 3. júlí 2014 11:00 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Terfel mætir aftur í sumar Velski bass-barítóninn Bryn Terfel mun snúa aftur til landsins og halda aðra tónleika, en honum tókst ekki að ljúka einsöngstónleikum sínum á Listahátíð í kvöld. 24. maí 2014 22:24
Tónleikar Bryn Terfel frestast fram á næsta ár Tónleikar stórsöngvarans færast til Listahátíðar í Reykjavík 2015. 3. júlí 2014 11:00