Lífið

Simpansi sló dróna úr loftinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Simpansinn hefur kannski horft of mikið á King Kong.
Simpansinn hefur kannski horft of mikið á King Kong.
Þáttagerðamenn sem gera sjónvarpsþætti um Burgers dýragarðinum í Arnhem í Hollandi töpuðu á dögunum dróna í hendurnar á simpönsum. Þeir flugu drónanum yfir búr simpansanna til þess að ná myndum af þeim úr lofti. Einn þeirra virðist þó ekki hafa verið sáttur við að dróninn væri þarna sveimandi yfir heimkynnum þeirra og sló hann niður með grein.

Simpansinn þurfti að klifra út á enda greinar til þess að ná til drónans og tókst það vel.

Aðrir simpansar skoðuðu drónann þar sem hann lá á jörðinni. Samkvæmt Youtube-síðu þáttagerðarmannanna, gengu þeir þó úr skugga um að dróninn myndi aldrei fljúga aftur og eyðilögðu hann. GoPro myndavélin var þó í heilu lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×