Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2015 14:51 Frá vettvangi þar sem rannsóknarteymi lögreglunnar er að störfum. vísir/ernir Sjúkraflutningamenn voru kallaðir í Hafnarfjörð í dag vegna tilkynningar um tvö börn sem talið var að hefðu drukknað við Lækjarkinn. Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Tveir drengir hafa verið fluttir á slysadeild Erfiðar aðstæður voru á slysstað og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig Annar drengjanna komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir; hinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði rétt við Lækjarskóla Slysið átti sér stað við Reykdalsstíflu sem er við Lækjarkinn í Hafnarfirði.Mynd/Já Annar drengjanna sem fluttir voru á slysadeild komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir. Hinn drengurinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans, að svo stöddu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar festust drengirnir í fossi sem kemur af stíflunni. Á vettvangi var karl á þrítugsaldri sem reyndi að koma drengjunum tveimur til aðstoðar.Erfiðar aðstæður á slysstað „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir lögreglan. Vettvangsvinna lögreglunnar stendur enn yfir en starfsmenn frá Hafnarfjarðarbæ komu einnig á vettvang og vinna að því ásamt lögreglu að yfirfæra aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.Þriðja barnið kom til hjálparUm er að ræða tvo drengi á grunnskólaaldri en Lækjarskóli er í grennd við þar sem slysið átti sér stað. Þriðja barnið var á staðnum þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Því barni var kalt en barnið hafði reynt að koma hinum tveimur til aðstoðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástand drengjanna tveggja alvarlegt. Hafa þeir verið fluttir á slysadeild Landspítalans. Litlar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16.58 með upplýsingum úr tilkynningu lögreglunnar. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir í Hafnarfjörð í dag vegna tilkynningar um tvö börn sem talið var að hefðu drukknað við Lækjarkinn. Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Tveir drengir hafa verið fluttir á slysadeild Erfiðar aðstæður voru á slysstað og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig Annar drengjanna komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir; hinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði rétt við Lækjarskóla Slysið átti sér stað við Reykdalsstíflu sem er við Lækjarkinn í Hafnarfirði.Mynd/Já Annar drengjanna sem fluttir voru á slysadeild komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir. Hinn drengurinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans, að svo stöddu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar festust drengirnir í fossi sem kemur af stíflunni. Á vettvangi var karl á þrítugsaldri sem reyndi að koma drengjunum tveimur til aðstoðar.Erfiðar aðstæður á slysstað „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir lögreglan. Vettvangsvinna lögreglunnar stendur enn yfir en starfsmenn frá Hafnarfjarðarbæ komu einnig á vettvang og vinna að því ásamt lögreglu að yfirfæra aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.Þriðja barnið kom til hjálparUm er að ræða tvo drengi á grunnskólaaldri en Lækjarskóli er í grennd við þar sem slysið átti sér stað. Þriðja barnið var á staðnum þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Því barni var kalt en barnið hafði reynt að koma hinum tveimur til aðstoðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástand drengjanna tveggja alvarlegt. Hafa þeir verið fluttir á slysadeild Landspítalans. Litlar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16.58 með upplýsingum úr tilkynningu lögreglunnar.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira