Innlent

Nítján ára tók sæti í bæjarstjórn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Eva Lín Vilhjálmsdóttir.
Eva Lín Vilhjálmsdóttir. mynd/samfylkingin í hafnarfirði
Eva Lín Vilhjálmsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, tók í dag sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hún er fædd árið 1995 og er því yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins.

Bæjarfulltrúinn nýbakaði flutti meðal annars tillögu um hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins, að því er fram kemur á Facebook-síðu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Yngsti bæjarfulltrúinn í sögu bæjarins! Eva Lín Vilhjálmsdóttir varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði tók í...

Posted by Samfylkingin í Hafnarfirði on Wednesday, April 15, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×