Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2015 11:23 Blóðsöfnun Blóðbankans verður einungis um þriðjungur af því sem er á venjulegum degi vegna verkfalls náttúrufræðinga og lífeindafræðinga. Vísir/Hari Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að starfsemi bankans sé í lágmarki vegna verkfallsins. Þar séu vanalega 20 náttúrufræðingar að störfum en í dag séu þeir aðeins fjórir auk þess sem tveir lífeindafræðingar sem starfa í bankanum leggja niður störf fyrir hádegi. „Við sinnum einungis bráðaþjónustu núna í verkfalli en það þýðir að við afgreiðum blóð til allra sem að þess þurfa,“ segir Sveinn. Hann segir mikið hafa farið af blóðflögum frá bankanum nú um páskana. Það sé í sjálfu sér ekki óvenjuleg staða en verkfallið gerir bankanum erfiðara fyrir en ella að bregðast við.Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Vísir/ValliKalla ekki inn mikið af blóðgjöfum Aðspurður hvort blóðsöfnun sé í bankanum þá daga sem verkfall stendur yfir segir Sveinn: „Við munum ekki kalla inn mikið af blóðgjöfum en munum þó gæta þess á hverjum tíma að eiga nóg af blóðhlutabirgðum. Við vitum á þessari stundu ekki hversu marga gjafa við þurfum á hverjum degi til að eiga nægar birgðir en við áætlum að í stað þess að safna úr 30-70 blóðgjöfum á dag þá séum við að safna úr svona 10-20 manns.“ Blóðsöfnun verður því einungis um þriðjungur af því sem er á venjulegum degi en Sveinn ítrekar þó að bankinn geti brugðist við neyðartilvikum. „Það má segja að sumt af þessu svipar til þess sem gerist á sumrin þegar margt í starfsemi spítalans liggur niðri vegna sumarleyfa. Þá erum við oft með minni innkomu blóðgjafa en það sem skiptir máli í verkfalli eins og þessu er að geta brugðist við öllu hinu óvænta. Ef að svo er að þá getur Blóðbankinn kallað inn starfsfólk með engum fyrirvara og fengið undanþágur.“ Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að starfsemi bankans sé í lágmarki vegna verkfallsins. Þar séu vanalega 20 náttúrufræðingar að störfum en í dag séu þeir aðeins fjórir auk þess sem tveir lífeindafræðingar sem starfa í bankanum leggja niður störf fyrir hádegi. „Við sinnum einungis bráðaþjónustu núna í verkfalli en það þýðir að við afgreiðum blóð til allra sem að þess þurfa,“ segir Sveinn. Hann segir mikið hafa farið af blóðflögum frá bankanum nú um páskana. Það sé í sjálfu sér ekki óvenjuleg staða en verkfallið gerir bankanum erfiðara fyrir en ella að bregðast við.Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Vísir/ValliKalla ekki inn mikið af blóðgjöfum Aðspurður hvort blóðsöfnun sé í bankanum þá daga sem verkfall stendur yfir segir Sveinn: „Við munum ekki kalla inn mikið af blóðgjöfum en munum þó gæta þess á hverjum tíma að eiga nóg af blóðhlutabirgðum. Við vitum á þessari stundu ekki hversu marga gjafa við þurfum á hverjum degi til að eiga nægar birgðir en við áætlum að í stað þess að safna úr 30-70 blóðgjöfum á dag þá séum við að safna úr svona 10-20 manns.“ Blóðsöfnun verður því einungis um þriðjungur af því sem er á venjulegum degi en Sveinn ítrekar þó að bankinn geti brugðist við neyðartilvikum. „Það má segja að sumt af þessu svipar til þess sem gerist á sumrin þegar margt í starfsemi spítalans liggur niðri vegna sumarleyfa. Þá erum við oft með minni innkomu blóðgjafa en það sem skiptir máli í verkfalli eins og þessu er að geta brugðist við öllu hinu óvænta. Ef að svo er að þá getur Blóðbankinn kallað inn starfsfólk með engum fyrirvara og fengið undanþágur.“
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira