Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2015 20:09 Verkfallið starfsmanna RÚV mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Vísir/GVA Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins. Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins.
Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19