Sakar Kastljósfólk um að veitast ómaklega að fólki í sjónvarpssal Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2015 10:22 Sigmar segir Björn og skoðanabræður hans engan veginn þola spurningar ef þær snúa að skoðunum þeirra sjálfra. visir/vilhelm Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira