Sakar Kastljósfólk um að veitast ómaklega að fólki í sjónvarpssal Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2015 10:22 Sigmar segir Björn og skoðanabræður hans engan veginn þola spurningar ef þær snúa að skoðunum þeirra sjálfra. visir/vilhelm Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“ Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira