Sakar Kastljósfólk um að veitast ómaklega að fólki í sjónvarpssal Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2015 10:22 Sigmar segir Björn og skoðanabræður hans engan veginn þola spurningar ef þær snúa að skoðunum þeirra sjálfra. visir/vilhelm Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“ Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira