Sakar Kastljósfólk um að veitast ómaklega að fólki í sjónvarpssal Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2015 10:22 Sigmar segir Björn og skoðanabræður hans engan veginn þola spurningar ef þær snúa að skoðunum þeirra sjálfra. visir/vilhelm Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“ Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og áður aðstoðarritsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir Sigmar Guðmundsson ritstjóra og Kastljós Ríkissjónvarpsins harðlega á heimasíðu sinni. Þetta var í kjölfar viðtals Sigmars við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í gærkvöldi.Pólitísk rétthugsun Kastljóssins Björn telur Sigmar hafa farið offari í viðtalinu við Sveinbjörgu, en frammistaða Sveinbjargar var mjög til umræðu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Svo vitnað sé beint í Björn: „Í Kastljósi kvöldsins lýsti Sigmar Guðmundsson fjarstöddum manni sem rasista vegna skoðana sem hann hefði kynnt í blaðagrein. Samrýmist þetta lögum um ríkisútvarpið? Framganga Sigmars í þættinum einkenndist af pólitískri rétthugsun og tilraun til að gera lítið úr viðmælanda sínum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er einkennileg árátta hjá stjórnendum Kastljóss að nauða í fólki til að fá það í þáttinn til þess eins að sýna því í tvo heimana – hitt er þó jafnvel enn einkennilegra að fólk skuli láta sig hafa það að fara í samtal í sjónvarpssal á þessum forsendum.“Viðhorf Gústafs liggja fyrirÞarna er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða og gefið til kynna að með framgöngu sinni hafi Sigmar brotið gegn lögum um RÚV ohf. Þar sem vísað er til fjarstadds manns, þá er um að ræða Gústaf Níelsson en til umræðu var skipan hans af hálfu Framsóknarflokks í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sigmar vísar orðum Björns alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Það þekkja allir og vita hvað Gústaf Níelsson hefur sagt um samkynhneigð. Hann hefur sagt hana óeðlilega. Hann hefur líka talað gegn múslimum og ekki viljað fylla landið af þeim; málað upp þá mynd af einum og hálfum milljarði manna að vandamál fylgi þeim öllum,“ segir Sigmar. Hann segir jafnframt að umræðan um það þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið hafi verið á nákvæmlega sömu nótum þegar hann var skipaður í mannréttindaráðið... „eins og við ræddum í Kastljósi í gær.“Gústaf Níelsson er umdeildur, og svo umdeildur að nú er umdeilt hvort hann sé rasisti eða ekki.Þola illa gagnrýnar spurningar snúi þær að skoðunum þeirra sjálfraSigmar bendir á að Framsóknarmenn í borginni, og Gústaf, sem hafa farið mikinn í þessari umræðu. „Þau þurfa ofureinfaldlega að þola að þau séu spurð um það með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. Það er með þessi ummæli Björns, eins og með ummæli svo margra sem tjá sig um fjölmiðla að þeim finnst óviðurkvæmilegt þegar spurt er gagnrýninna spurninga sem beinast að skoðunum þeirra sjálfra.“ Sigmar segir aukinheldur ekkert að því að skiptar skoðanir séu um Kastljós, og þá umræðu sem efnt er til í þættinum. „Ég er ekki vanur að elta ólar við einstök ummæli sem falla um efnistök Kastljóss, enda skiptar skoðanir, en mér finnst það alveg svaravert þegar fyrrverandi aðstoðarritstjóri þá langstærsta og áhrifaríkasta blaðs landsins kallar eðlilegar spurningar fjölmiðlamanna í umdeildum málum pólitíska rétthugsun.“
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira